Sjálfbærni

Skeljungur fylgir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og hefur valið sex markmið sem sérstök áhersla er lögð á.

Það eru:

Nr. 5 Jafnrétti kynja
Nr. 7 Sjálfbær orka
Nr. 9 Nýsköpun
Nr. 13 Aðgerðir í loftlagsmálum
Nr. 14 Líf í vatni
Nr. 15 Líf á landi

Þá fylgir félagið einnig UFS leiðbeiningum Nasdaq.
Með sjálfbærri þróun er leitast við að verðmætasköpun nútímans sé hagkvæm fyrir alla haghafa og skerði ekki möguleika komandi kynslóða á að skapa aukin lífsgæði. Sjálfbærni krefst þess að við leggjum áherslu á að verðmætasköpun sé í sátt við samfélagið sem jörðina byggir, því þarf að hugsa til langs tíma þannig að sú þróun sem nútíminn skilar af sér fái tækifæri til að haldið áfram að vaxa og dafna í komandi framtíð.

Skeljungur einsetur sér að vera í hóp þeirra fyrirtækja sem skara fram úr þegar litið er til sjálfbærni, þetta ætlum við að gera með því að skapa umhverfi þar sem staða félagsins í málaflokkum sjálfbærni er metin og þekkt þannig að hægt sé að setja mælanleg markmið sem stuðla að stöðugum umbótum í átt að aukinni sjálfbærni. Mikilvægt er að skoða ekki eingöngu það sem vel er gert heldur líka að horfa til þeirra þátta þar sem hægt er að gera betur.

Forstjóri Skeljungs skipar sjálfbærni teymi sem hefur það hlutverk að rýna mælingar, meta árangur og gera tillögur að markmiðum sem stuðla að úrbótum í þessum málaflokki. Teymið ber einnig ábyrgð á að kynna samþykkta aðgerðaráætlun, niðurstöður mælinga og framtíðarsýn fyrir starfsmönnum félagsins og þannig tryggja að allir séu meðvitaðir um framtíðarsýn Skeljungs.

Skeljungur birtir árlega sjálfbærni uppgjör og skýrslu sem hluta af ársskýrslu sinni.

Sjálbærniskýrsla 2023

Sjálfbærniskýrsla Skeljungs fyrir árið 2023 hefur verið gefin út.

Smelltu hér til að sækja skýrsluna

Skeljungur fylgir UFS leiðbeiningum Nasdaq

Umhverfi

Skeljungur mun samkvæmt umhverfisstefnu sinni leggja meðal annars áherslu á að minnka kolefnisspor sitt, auka framboð á umhverfisvænni vörum og kappkosta að hafa stöðugar umbætur og fræðslu fyrir starfsmenn og viðskiptavini um mikilvægi umhverfismála, stefnur okkar í gæða- öryggimálum styðja einnig við þennan málaflokk. Skeljungur stuðla að aukinni bindingu kolefnis í nátúrunni svo sem með samstarfi við Votlendissjóð.

Félagslegir þættir

Félagslegu þættirnir felast í því að tryggja öruggt og heilbrigt starfsumhverfi, ásamt aukinni vellíðan fólks þar sem mannréttindi eru virt. Þetta gerum við með jafnlaunavottun, starfsmanna-, persónverndar-, mannréttinda- og jafnréttisstefnu okkar. Einnig er til skilgreind viðbragðsáætlun vegna viðbragða við hverskonar áreiti.
Ecertificate - EQ 673065 2023.pdf

Stjórnarhættir

Skeljungur telur mikilvægt að starfsemi og viðskipti félagsins séu stunduð af heilindum þar sem byggt er á góðu viðskiptasiðferði og viðskiptaháttum þar sem fjármagn er nýtt með sem hagkvæmustum hætti. Stjórn Skeljungs hefur sett félaginu siðareglu sem stuðning við þennan málaflokk.

Samfélagsskýrslur og uppgjör

Festa

Skeljungur er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, og efla getu fyrirtækja til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti.

Nasdaq

Skeljungur vinnur eftir leiðbeiningum frá Nasdaq við gerð samfélagsuppgjörs (UFS/ESG), en leiðbeiningarnar fjalla um það hvernig fyrirtæki geta með markmiðasetningu og upplýsingagjöf sýnt samfélagslega ábyrgð í verki.

ISO 9001:2015

Skeljungur starfrækir gæðastjórnunarkefi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.
Opna skjal

ISO 14001:2015

Skeljungur starfrækir umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 14001:2015.
Opna skjal

Samfélagsstyrkir

Við viljum láta gott af okkur leiða og styðja við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum sex sem Skeljungur vinnur eftir, sjálfbær orka, aðgerðir í loftlagsmálum, líf í vatni og líf á landi.

Styrkjanefnd Skeljungs afgreiðir allar styrktarbeiðnir mánaðarlega, farið er eftir styrkjastefnu félagsins við úthlutun styrkja. Hægt er að kynna sér stefnuna hér.
Við munum svara öllum styrkjabeiðnum sem okkur berast.

Hlekkur á umsóknarsíðu

Stefnur og reglur