Landbúnaður

Skeljungur kappkostar að þjónusta íslenskan landbúnað um land allt og hefur til sölu eldsneyti, smurolíur, áburð, rúlluplast og tilheyrandi garn og net. Stefna Skeljungs er að bjóða bændum vörur í hæsta gæðaflokki, mikið vöruúrval og góða þjónustu á samkeppnishæfu verði.  

Skeljungur selur áburð undir vörmerkinu „Sprettur áburður“ og er leiðandi í vöruþróun og markaðssetningu á nýjum lausnum til hagsbóta fyrir bændur.

Við hjá Skeljungi getum útbúið smurkort fyrir dráttarvélar, heyvinnuvélar og önnur tæki fyrir okkar viðskiptavini.

Sprettur áburður

Þá hefur ný verðskrá ársins 2024 litið dagsins ljós og tekur hún mið af þeim gengis- og verðbreytingum sem átt hafa sér stað. Sem fyrr hvetjum við bændur til þess að ganga sem fyrst frá áburðarpöntunum svo tryggja megi magn og afhendingar á réttum tíma. Okkur er annt um umhverfið og því birtum við kolefnisspor Spretts með hverri vöru og hjálpum þar með bændum að taka upplýsta ákvörðun í sínum gæðamálum.

Samstarfsaðili okkar í Bretlandi, Origin fertilisers, er hluti af Origin Enterprises PLC, sem er samstæða fyrirtækja sem þjónustar Landbúnaðinn. Origin er leiðandi framleiðandi og dreifingaraðili áburðar til bænda um allt Stóra Bretland.

Origin Fertilisers framleiðir allt sviðið af NPKS, sérblöndur, hrein efni og snefilefni. Til viðbótar við staðlaðar áburðartegundir er stefna fyrirtækisins að þróa nýjungar og tæknilausnir til að auka upptöku næringarefna með það að markmiði að bæta uppskeru, gæði og hagnað bænda.

Verðskrá Spretts 2024

Mótor-, gír- og sjálfskiptingarolíur sem og smurfeiti fyrir allar tegundir farartækja

Sérstaklega hannaðar mótorolíur sem þola mikið álag og veita vörn gegn miklu sliti. Fjölhæfar og alhliða fyrir sjálfskiptabíla og vinnuvélar.
Sækja smurolíuhandbók Skeljungs