Landbúnaður

Skeljungur hf. kappkostar að þjónusta íslenskan landbúnað um land allt og hefur til sölu eldsneyti, smurolíur, áburð, rúlluplast og tilheyrandi garn og net. Stefna Skeljungs er að bjóða bændum vörur í hæsta gæðaflokki, mikið vöruúrval og góða þjónustu á samkeppnishæfu verði.  

Skeljungur selur áburð undir vörmerkinu „Sprettur áburður“ og er leiðandi í vöruþróun og markaðssetningu á nýjum lausnum til hagsbóta fyrir bændur.

Við hjá Skeljungi getum útbúið smurkort fyrir dráttarvélar, heyvinnuvélar og önnur tæki fyrir okkar viðskiptavini.

Sprettur áburður

Vegna fjölda fyrirspurna höfum við tryggt okkur takmarkað magn áburðar til að bjóða bændum til kaups núna í október og gildir verðskrá ársins 2020. Fyrir liggur að verð munu hækka töluvert á næsta ári vegna fallandi gengis krónunnar og hækkandi hráefnaverðs erlendis. Afhending mun fara fram næsta vor og gjalddagi miðast við 15. maí 2021.

Samstarfsaðili okkar í Bretlandi, Origin fertilisers, er hluti af Origin Enterprises PLC, sem er samstæða fyrirtækja sem þjónustar Landbúnaðinn. Origin er leiðandi framleiðandi og dreifingaraðili áburðar til bænda um allt Stóra Bretland.

Origin Fertilisers framleiðir allt sviðið af NPKS, sérblöndur, hrein efni og snefilefni. Til viðbótar við staðlaðar áburðartegundir er stefna fyrirtækisins að þróa nýjungar og tæknilausnir til að auka upptöku næringarefna með það að markmiði að bæta uppskeru, gæði og hagnað bænda.

Rannsóknar bæklingur um Sprett

ÁburðartegundNPKCaMgSSeNaBPVerð okt. 2020
Sprettur N27274,31,856.200 kr
Sprettur N23+Sweet-Grass233,41,423,757.072 kr
Sprettur+OEN 42+S+Selen4220,00278.053 kr
Sprettur 25-5252,23,31,42,592%61.071 kr
Sprettur 25-5+Avil+Selen252,23,31,42,50,00292%64.838 kr
Sprettur 26-13265,71,30,5292%67.414 kr
Sprettur+OEN 38-8+Se383,530,00292%79.193 kr
Sprettur+OEN 35-1534,56,52,692%77.786 kr
Sprettur+OEN 20-10-15+Poly+Se+SweetGrass204,4121,40,52,40,002392%75.000 kr
Sprettur+OEN 27-10-9+Polysulphate274,47,520,63,292%73.520 kr
Sprettur 22-7-6+Selen222,2112,412,50,00292%65.769 kr
Sprettur 20-5 13+Avail+Selen202,2112,412,50,00292%67.983 kr
Sprettur 20-10-10204,48,32,20,92,592%65.459 kr
Sprettur 20-10-10+Selen204,48,32,20,92,50,001592%67.926 kr
Sprettur 20-12-8+Selen205,26,62,10,92,50,001592%67.973 kr
Sprettur+OEN 25-12-12+Polysulphate255,2101,60,5392%75.281 kr
Sprettur+OEN 27-8-3+Poly+se+SweetGrass273,52,52,60,840,0023,792%75.000 kr
Sprettur+OEN 27-3-3+polysulphate+SweetGrass271,32,52,50,7543,792%66.321 kr
Sprettur 16-15-12166,5101,30,52,592%68.419 kr
Sprettur+OEN 20-18-15+Polysulphate207,8121,30,4392%77.792 kr
Sprettur 12-11-20+AV+Polysulphate+Bór124,8174,31,26,70,0292%73.146 kr
Sprettur DAP182092%79.318 kr
Calciprill36,40,142.424 kr

Öll verð eru í íslenskum krónum pr. tonn og án vsk. - Birt með fyrirvara um prentvillur - Verðlisti getur breyst án fyrirvara.

Nú er í gangi októbertilboð, þar sem verð ársins 2020 gilda út október.

Greiðslufyrirkomulag

1. Greitt fyrir 15. maí


Eindagi er 15 dögum eftir gjalddaga
Dragist greiðsla fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.
Öll verð eru án vsk.
24% vsk. leggst ofan á verð við útgáfu reiknings.

Mótor-, gír- og sjálfskiptingarolíur sem og smurfeiti fyrir allar tegundir farartækja

Sérstaklega hannaðar mótorolíur sem þola mikið álag og veita vörn gegn miklu sliti. Fjölhæfar og alhliða fyrir sjálfskiptabíla og vinnuvélar.
Sækja smurolíuhandbók Skeljungs