Samfélagsstyrkir

Við viljum láta gott af okkur leiða og styðja við verkefni sem stuðla að heimsmarkmiðunum sex sem Skeljungur vinnur eftir, sjálfbær orka, aðgerðir í loftlagsmálum, líf í vatni og líf á landi.

Styrkjanefnd Skeljungs afgreiðir allar styrktarbeiðnir mánaðarlega, farið er eftir styrkjastefnu félagsins við úthlutun styrkja. Hægt er að kynna sér stefnuna hér.
Við munum svara öllum styrkjabeiðnum sem okkur berast.

Hlekkur á umsóknarsíðu

Skeljungur hefur markað sér stefnu í Sjálfbærni en hún endurspeglar vilja Skeljungs til að hafa jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og þess umhverfis sem félagið starfar í. Samkvæmt stefnunni leggur félagið meðal annars áherslu á að draga úr þeim umhverfisáhrifum sem rekstur félagsins kann að hafa í för með sér. Samstarf Skeljungs og Bambahús er eitt af þeim verkefnum sem félagið hefur sett af stað samkvæmt þeirri stefnu.

Á árinu 2022 hóf Skeljungur ehf samstarf við Bambahús, félag sem sérhæfir sig í því að smíða gróðurhús úr svokölluðum bömbum. Bambi eru 1000 lítra ílát undir vökva sem vega 50 til 80 kíló þegar þeir eru tómir. Árlega fara hátt í 280 bambar í förgun hjá Skeljungi. Í staðinn fyrir að farga bömbunum hefur Skeljungur ehf átt í samstarfi við Bambahús um að endurvinna bamba frá félaginu frekar en að þeir séu sendir til förgunar. Ef ekki væri fyrir Bambahús væru þessir tankan utan um vökva venjulega fluttir úr landi. Líklegasti farvegurinn fyrir Bambana er niðurvinnsla í plast af verri gæðum eða að plastið sé brennt til orkunýtingar. Sú úrgangsmeðhöndlun er vissulega betri en ef tankarnir væru urðaðir, en ferli Bambahúsa er dæmi um uppvinnslu. Með uppvinnslu er átt við endurvinnslu sem skapar meiri verðmæti en voru í upprunalegu vörunni. Með uppvinnslunni spara Bambahús fyrirtækjum kostnað við að losa sig við Bambana, og draga úr auðlindasóun og kolefnisspori plastsins. Kynna má sér bambahús nánar hér: https://www.bambahus.is

Nú hefur Skeljungur ehf útvíkkað samstarfið enn frekar með því að koma á fót styrktarverkefni þar sem Skeljungur mun kaupa og gefa tvö  6,6 fm gróðurhús frá Bambahúsum til góðs málefnis árlega næstu 2 ár.

 

Styrktarnefnd Skeljungs sér um úthlutun húsana. Farið er eftir styrkjastefnu félagsins við úthlutun. Hægt er að kynna sér stefnuna  hér.

Umsóknartímabil er frá 15. febrúar til 15. mars 2024 og sótt er um á sérstakri umsóknarsíðu en úthlutun fer fram fyrir 15.apríl. Afhending húsana fer fram á vormánuðum.

Hér er hlekkur á umsóknarsíðu

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:

  • Upplýsingar um umsóknaraðila.
  • Tilgangur hússins þ.e hver mun koma til með að nota húsið og hvernig mun það nýtast til góða.      

 

Umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hafi verið samþykkt eða ekki, og hvaða gögnum þurfi að skila til að unnt sé að greiða styrkinn út.

Um Bambahús

Bambahúsin eru einstök hönnun sem hentar í alla ræktun. Bambahús eru gróðurhús sem gerð eru úr 1.000L IBC tönkum. Húsin eru létt, traust, fyrnasterk, falleg, og sérhönnuð með íslenskt veðurfar í huga. Endurvinnsla, nýsköpun, verðmætasköpun, atvinnuþróun, sjálfbærni, næring og umhverfisvernd eru allt atriði sem eiga við Bambahúsin. Bambahús eru smíðuð úr stálgrind sem er klædd með 10mm. einangruðu gróðurhúsaplasti sem henta afar vel til vetrarræktunar. Hæð gróðurkerja er hægt að stilla eftir þörfum hvers og eins og með því að nota báðar hæðir er hægt að fá allt að 9,3fm af ræktunarplássi. Auðvelt er að lengja gróðurhúsin með því að setja þau saman og einnig er möguleiki á að búa til autt svæði með engum gróðurkerjum. Hægt er að koma fyrir lýsingu með hagkvæmri LED ljósum og hita með affalli húsa eða rafkyndingu. Bambahús koma fullbúin með gróðurkerjum, hægt er að setja húsin niður nánast hvar sem er, aðeins þarf sléttan flöt og ekki er þörf á jarðfestu. Bambahús henta því öllum allstaðar hvort sem er fyrir einstaklinga, stofnanir eða atvinnu.

Bambahús eru alveg kjörin til notkunar bæði við kennslu og fræðslu. Í framtíðinni má sjá fyrir sér Bambahús verði eins sjálfsagður hlutur í skólum eins og hvert annað verkfæri börnum til heilla. Auk þekkingar í ræktun fá einstaklingar innsýn í fjölbreytileika efna í Bambahúsum. Sama gildir um nemendur á framhaldsskólastigi sem vilja sérhæfa sig frekar á sviði ræktunar. Hvert gróðurker er einangrað frá hvoru öðru sem gerir allar athuganir og tilraunir auðveldar.

 

Barn sem að ræktar kál, borðar kál.