Skeljungur keyrir dreifingarflota með lífdísel (HVO)

Frá og með apríl næstkomandi mun Skeljungur keyra eldsneytisdreifingarbíla sína á höfuðborgarsvæðinu með lífdísil af tegundinn HVO. Með því að nota þessa tegund af hágæða lífdísel lækkar félagið kolefnislosun í rekstri bílaflotans verulega.

Ingi Fannar Eiríksson, framkvæmdastjóri sölu og rekstrar: 

„Það er frábært að geta keyrt eldsneytisdreifingarbíla Skeljungs með mun lægra kolefnisspori en áður. Gæði þessa lífdísels sem við erum að flytja inn, og nú nota á bílana okkar, er á pari ef ekki betri en hefðbundin díselolía sem við höfum verið að nota á alla okkar dreifingarbíla síðustu ár. Við hlökkum jafnframt til þess að geta boðið viðskiptavinum upp á þennan valmöguleika.“

Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, sjálfbærni og öryggisstjóri Skeljungs.

„Þetta skref er eitt af þeim verkefnum sem sjálfbærniteymi Skeljungs hefur verið að horfa til. Með þessari breytingu mun kolefnislosun bíla í rekstri Skeljungs, umfang 1, lækka í heild um allt að 40%.  Sé horft til dreifingarbíla á höfuðborgarsvæðinu eingöngu lækkar kolefnislosun um allt að 90%.“

Um lífdísel

Lífdísel af tegundinni HVO er framleitt úr endurnýjanlegum hráefnum eins og jurtaolíu og dýrafitu. Lífdísel er sjálfbærari valkostur en hefðbundið dísel sem unnið eru eingöngu úr jarðefnaeldsneyti. Afköst og orkuinnihald er svipað og hefðbundið dísel, sem gerir lífdísel að raunhæfum valkosti til notkunar í díselknúnum vélum. Það hefur svipaðan þéttleika, seigju og orkuinnihald og dísel. Að auki hefur lífdísel hærri cetantölu en hefðbundið dísel, sem þýðir að það kviknar auðveldara og brennur á skilvirkari hátt, sem skilar sér í betri afköstum vélarinnar og aukinnar sparneytni.

Frétt skrifuð 21.03.2024

Skeljungur ehf.: Útgáfa á víxlum

Skeljungur ehf. hefur lokið sölu á nýjum óverðtryggðum sjö mánaða víxlum í flokki, SKELJUNG2409. Tilboð bárust fyrir 1.140 m.kr. að nafnvirði á flötum vöxtum á bilinu 10,49% -10,69%. Seldir voru víxlar að nafnvirði 940 m.kr. á 10,59% flötum vöxtum.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er þriðjudaginn 13. Febrúar 2024. 

Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hafði umsjón með sölu víxlanna.

Nánari upplýsingar veitir:

Þórður Guðjónsson Forstjóri Skeljungs

Tölvupóstur: thordur@skeljungur.is

Yfirlit yfir styrki á tímabilinu 01.01.2023 til 08.12.2023

Skeljungur vill láta gott af sér leiða og styðja við verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Skeljungur starfræki í því skyni styrktarnefnd sem fer faglega í gegnum allar þær styrkbeiðnir sem berast félaginu.

Styrktarnefnd Skeljungs fundaði tíu sinnum á árinu 2023 og barst yfir 200 styrktarbeiðnir. Farið var eftir styrkjastefnu félagsins og tekin ákvöðrum um að styrkja 34 verðug málefni á árinu fyrir 7 milljónir króna.

Í flokki samfélagsverkefna fengu meðal annars Fjölsmiðjan félagslegt úrræði fyrir ungmenni og foreldrarekni leikskólinn Ós í Litla Skerjafirði, gróðurhús frá Bambahúsum, að gjöf frá Skeljungi. En Skeljungur er í samstarfi við Bambahús, sem felur í sér að bambar frá félaginu eru endurunnir sem gróðurhús. Þá voru einnig veittir styrkir til Krabbameinsfélagsins, Landsbjargar og samtakanna 78. Skeljungur leggur að auki áherslu á að styðja við ýmsa hópa , félagasamtök og íþróttafélög og voru fjölmargir smærri styrkir veittir í þessum flokki styrkja.

Í lok árs fékk starfsfólk Skeljungs að velja gott málefni til að styrkja í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina. Ljósið og Einstök börn hlutu þá samtals 1 milljón króna í styrk.

Frétt skrifuð 08.01.2024

Skeljungur og Brim stigu skref í framtíðina.

Brim hefur í samstarfi við Skeljung unnið að innleiðingu stafrænna BDN afgreiðsluseðla við olíuafgreiðslu til skipa. Um áratuga skeið hafa svokallaðir BDN seðlar (Bunker Delivery Note) verið handskrifaðir sem getur skapað villuhættu í afgreiðslu. Með innleiðingu stafræns BDN afgreiðsluseðils mun afgreiðsla á olíu til skipa einfaldast til muna þar sem stafrænar upplýsingar flæða á milli aðila í rauntíma þegar viðskiptavinurinn staðfestir móttöku með rafrænum og pappírslausum hætti. Nýi stafræni BDN afgreiðsluseðillinn mun eftir sem áður uppfylla lagalegar skyldur ásamt því að vera mikilvægt skjal til að tryggja áreiðanleika upplýsinga um gæði og afhent magn eldsneytis.

Ingólfur Steingrímsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrareftirlits hjá Brimi

Það er alltaf ánægjulegt að taka þátt í verkefnum tengdum stafrænni þróun og sjá hlutina raungerast. Í byrjun þessa árs ákváðu félögin að fara í þessa vegferð saman þar sem markmiðið var að einfalda og nútímavæða verkferil við olíuafgreiðslu til skipa. Ég finn að innan Skeljungs er gríðarlegur metnaður fyrir því að taka þátt í verkefnum tengdum rafrænum lausnum til að einfalda og auka þjónustu við viðskiptavini. Við hjá Brimi erum gríðarlega stolt af þessu samstarfi við Skeljung þar sem verkefnið styður við umhverfisstefnu Brims, þar sem nú berast upplýsingar um kolefnisfótspor til félagsins samhliða rafrænum reikningi fyrir hverja olíuafgreiðslu fyrir sig.

Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs

Við hjá Skeljungi viljum þróa þjónustu okkar byggt á þörfum viðskiptavina okkar með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Þar að auki eykur þessi nýja lausn skilvirkni og hagkvæmni í okkar ferlum við afhendingu eldsneytis. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að eiga samstarf við Brim um þessa nýju lausn og við stefnum á áframhaldandi þróun á stafrænum lausnum fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi.

 

Fétt skrifuð 12.12.2023

Skeljungur ehf.: Útgáfa á víxlum

Skeljungur ehf. hefur lokið sölu á nýjum óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki, SKELJUNG2406. Tilboð bárust fyrir 1.480 m.kr. að nafnvirði á flötum vöxtum á bilinu 10,45% -11,48%. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 m.kr. á 10,68% flötum vöxtum.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudagurinn 1. desember 2023. 

Íslandsbanki hf. hafði umsjón með sölu víxlanna.

Nánari upplýsingar veita:

Guðmundur Reynir Gunnarsson fjármálastjóri Skeljungs

Tölvupóstur: grg@skeljungur.is

Farsími: 840-3040

Fétt skrifuð 27.11.2023

Endurvottun ISO 14001

Skeljungur hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfi sitt endurvottað samkvæmt ISO 14001 staðlinum.

Ingunn Þóra Jóhannesdóttir, sjálfbærni og öryggisstjóri Skeljungs:
Það er mjög gaman að vinna að gæða og umhverfismálum þegar starfsemin er til fyrirmyndar. Vottunin staðfestir þá miklu áherslu sem við leggjum á öryggi og gæði í dreifingu eldnsneytis. Við erum afar stolt af okkar fólki!

Skeljungur nær markverðum árangri í jafnlaunavottun

Skeljungur fór í úttekt vegna jafnlaunavottun í júlí síðastliðnum og fékk endurvottun til næstu þriggja ára. Niðurstaða vottunarinnar var að óútskýrður launamunur milli kynjanna minnkar úr 3.6% í 0.4% á milli ára.

Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs:
"Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Skeljungi var hrósað í úttektinni að launaákvarðanir eru byggðar á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundin launamun. Unnið sé vel eftir þeim verklagsreglum sem settar hafa verið í kringum vottunina er snúa að launum og öðrum hlunnindum starfsmanna.

Þetta er frábær árangur hvað launamun kynjanna varðar. Mikilvægt er að hafa í huga að þar sem stór hluti vinnustaðarins er af sama kyni er líka verið að bera störf saman í úttektinni, þar sem krafist er sömu hæfni, þekkingar, menntunar og/eða reynslu og skoðað hvort að einhver óeðlilegur launamunur er á milli starfa."

Frétt skrifuð 22.08.2023

Skeljungur kaupir Búvís á Akureyri

Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri

Með kaupunum hyggst Skeljungur bæta enn frekar vöruúrval og þjónustuframboð við bændur víðsvegar um landið en að öðru leyti eru engar breytingar fyrirhugaðar á starfsemi Búvís eða þjónustu við viðskiptavini. 

Búvís var stofnað í janúar 2006 af bræðrunum Einari Guðmundssyni og Gunnari Guðmundarsyni sem hafa átt og rekið félagið frá upphafi. Félagið sérhæfir sig í sölu og þjónustu búvéla og rekstaravara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúlluneti. Vaxandi þáttur í rekstrinum er einnig sala á vörum til annarra hópa.

Fyrirtækið er staðsett á Akureyri en sölumenn og umboðsaðilar eru dreifðir um landið, mest bændur.

Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri Búvís segir að eigendur hafi verið kominn að vissum tímamótum með fyrirtækið og fagni því að sjá það í góðum höndum. Jafnframt segist hann hlakka til þess að aðstoða nýja eigendur við að efla félagið enn frekar með það fyrir augum að bæta þjónustu og vöruúrval til viðskiptavina, sem séu þeim bræðrum afar kærir eftir áralöng og góð viðskipti.

Skeljungur þjónar orkuþörf fyrirtækja og sér um innkaup, heildsölu og dreifingu á eldsneyti sem og sölu á smurolíum, hreinsi- og efnavörum og áburði undir vörumerkinu Sprettur ásamt öðrum landbúnaðarvörum. Það er stefna Skeljungs að bjóða bændum vöruúrval í hæsta gæðaflokki og framúrskarandi þjónustu á samkeppnishæfu verði.  

 

Að sögn Þórðar Guðjónssonar forstjóra Skeljungs sér hann Búvís sem áhugavert og spennandi fyrirtæki sem muni stuðla að betri tengingu við bændur og gefi mikil tækifæri til framsóknar víða um land. Þá sjái hann mikil færi á að efla starfsemi Búvís enn frekar í kjölfar kaupanna, viðskiptavinum félagsins til heilla.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslenskra verðbréfa hafði milligöngu um kaupin og stýrði söluferlinu en kaupin eru háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Frétt skrifuð 22.08.2023
Mynd1: Guðni Halldórsson (íslensk verðbréf), Gunnar Guðmudarson (Búvís), Einar Guðmundsson (Búvís), Þórður Guðjónsson (Skeljungur) og Lárus Árnason (Skel)

Hinsegin dagar 2023

Virðum og stöndum saman vörð um mannréttindi!

Skeljungur stendur með frelsi og mannréttindum hinsegin fólks alla daga en í mannréttindastefnu félagsins segir:

“Félagið fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og á meðal starfsfólksins og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi. Metnaður félagsins er fyrir því að vinnustaðurinn sé öruggur í öllum skilningi.
Skeljungur leitast jafnframt við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi.”

Skeljungur er stoltur styrktaraðili Samtakana 78 og óskar starfsfólk Skeljungs landsmönnum gleðilega hinsegin daga – alla daga.

Frétt skrifuð 08.08.2023

Vænni Olíuhreinsir!

Olíuhreinsirinn hefur hlotið Svansvottun. Framleiðslan er innlend og úr innlendum úrgangshráefnum sem heldur kolefnisfótspori vörunnar í lágmarki og eru umbúðirnar úr endurvinnanlegu plasti.

Vænni fæst í verslun og vefverslun Skeljungs.

Frétt skrifuð 01.08.2023

Samfélagsverkefni fyrir framtíðina

Skeljungur leggur áherslu á margvísleg sjálfbærni og samfélagsverkefni. En í fyrra hóf Skeljungur samstarf við Bambahús, félag sem smíðar gróðurhús úr bömbum.

Bambi er 1000 lítra tankur undir vökva. Árlega fara hátt í 280 slíkir tankar í förgun hjá Skeljungi. Í stað þess að farga bömbunum fær Skeljungur Bambahúsum nú bambana þar sem þeir eignast framhaldslíf sem gróðurhús. Annars væru þessir tankar sendir til útlanda til niðurvinnslu í lélegra plast eða brenndir til orkunýtingar. Það sem Bambahús gera er dæmi um uppvinnslu, en það er þegar endurvinnsla hlutar eykur verðmæti hans.

Á þessu ári var svo sett af stað styrktarverkefni þar sem Skeljungur gefur tvö bambahús til góðs málefnis. Á dögunum var annað húsana afhent barnaheimilinu Ós.

Ós er foreldrarekin leikskóli í Litla Skerjafirði. Þar er áhersla lögð á könnunarnám í anda Reggio Emilia.

Ós mun nota bambahúsið til að rækta matjurtir með þáttöku barnanna og nýta það kennslustarf. 🌼

Eins og sjá má, skein forvitni og gleði í andlitum barnanna á Ós við afhendingu húsins

Frétt skrifuð 21.06.2023

Skeljungur birtir kolefnisspor eldsneytis

Skeljungur hefur innleitt þá nýjung að birta kolefnisspor eldsneytis á þjónustusíðum viðskiptavina sinna. Viðskiptavinir Skeljungs geta því í dag séð kolefnisspor þess eldsneytis sem þeir hafa keypt í gegnum félagið á „mínum síðum“.

 

Með þessari nýju þjónustu leggur Skeljungur áherslu að hjálpa viðskiptavinum að kortleggja kolefnislosun sína og ná betur utan um eigin virðiskeðju.

 

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá Skeljungi, segir: „Í ár steig Skeljungur það skref að birta kolefnisfótspor selds eldsneytis í kolefnisbókhaldi félagsins í sjálfbærniskýrslu liðins árs, það er sem hluta af umfangi 3, fyrst félaga á olíumarkaði. Við mátum alla virðiskeðju okkar og þar er óbein losun auðvitað stór þáttur, en við setjum hana nú fram í kolefnisbókhaldi okkar. Í framhaldi af því munum við líka aðstoða viðskiptavini að átta sig á umfangi losunar hjá sér. Að kortleggja betur óbeina losun (umfang 3) er flókið en jafnframt nauðsynlegt skref á þeirri sjálfbærnivegferð sem við erum á.

 

Við viljum vera traustur félagi í orkuskiptum íslensks atvinnulífs og teljum mikilvægt að vinna í því að ná utan um alla virðiskeðjuna, enda standa nú fyrir dyrum heilmiklar breytingar á því regluverki sem gilda mun um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja í kjölfar innleiðingar nýrrar Evróputilskipunar um upplýsingagjöf í sjálfbærnimálum, Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD).

Við ætlum síðan að halda áfram að þróa vöruframboðið okkar í átt að grænni orkugjöfum þannig að við sjáum markvissan árangur í óbeinni losun og viðskiptavinir sjái betur losunina hjá sér, hvort þeir dragi úr henni með því að velja nýja valkosti sem eru betri fyrir umhverfið.“

 

Frétt skrifuð 17.05.2023

Okkar fólk í fréttum

Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA var haldinn á Nauthóli miðvikudaginn 10. maí 2023 og þar tók við ný stjórn félagsins. Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi er nýr formaður félagsins sem telur í nýtt og öflugt starfsár þar sem FKA fagnar meðal annars 25 ára afmæli. Stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og halda áfram.

Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir Í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn.

„Ég þakka traustið sem mér er sýnt nú þegar ég tek við keflinu sem formaður FKA. Ég heiti því að vinna áfram að öflugu félagsstarfi í þágu ykkar FKA kvenna allra og hlakka til að hefja nýtt starfsár að sumri loknu. Ég mun áfram vinna að fjölbreytileika og framsækni félagskvenna meðal atvinnulífsins og halda framtíðarsýn og gildum FKA á lofti. Það geri ég að sjálfsögðu ekki ein og nýt þar þekkingu þeirra nýkosnu kvenna sem nú taka sæti í stjórn. Ég óska þeim hér með til hamingju og hlakka til að takast á við verkefnin í þágu okkar allra félagskvenna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir nýr formaður FKA.

Sjá nánar á síðu FKA

Frétt skrifuð 16.05.2023

Skeljungur og AB gera samstarfsamning

Skeljungur og AB varahlutir hafa undirritað samstarfssamning um sölu á Shell smurolíum, Koch Cemi bílahreinsivörum og Förch. Með þessum samstarfssamning munu fyrirtækin geta boðið upp á fjölbreyttari valkosti í vöruframboði sínu. Með þessum samstarfssamning munu fyrirtækin geta boðið upp á fjölbreyttari valkosti í vöruframboði sínu.

 

Ingi Fannar framkvæmdarstjóri sölu og rekstrar hjá Skeljungi:

"Við erum ánægð með að eiga samstarf við AB varahluti. Það gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreyttari vörur, sem við erum fullviss um að verði vel tekið. Okkur hlakkar til samstarfsins.“

 

Loftur Matthíasson framkvæmdarstjóri AB varahluta:

"Við erum spennt að vinna með Skeljungi sem er rótgróið fyrirtæki á íslenskum markaði. Þetta samstarf er gott fyrir bæði fyrirtækin og viðskiptavini okkar. Samstarfið kemur á spennandi tíma fyrir bæði fyrirtæki, þar sem þau leitast við að auka vöruframboð sitt og breikka viðskiptavinahópinn. Með samstarfinu eru Skeljungur og AB varahlutir vel í stakk búin til að nýta ný tækifæri og auka vöxt.“

Um AB-varahluti:

AB-varahlutir var stofnað árið 1996 og sérhæfir sig í sölu bifreiðavarahluta þar sem áhersla er lögð á að bjóða breitt vöruúrval. Fyrirtækið hefur ávallt lagt upp með að veita persónulega þjónustu og hefur byggt upp traustan hóp viðskiptavina.  AB- varahlutir reka verslanir í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ, Eigilstöðum og Akureyri. AB-varahlutir þjónusta hvort heldur sem er bifreiðaverkstæði og almenning og hafa það að markmiði að vera „þinn hagur í bílavarahlutum“.

Mynd: Ingi Fannar Eiríksson (t.h) og Loftur Matthíasson (t.v)
Frétt skrifuð 16.03.2023

Tilkynning vegna verkfalls olíubílstjóra.

Kæru viðskiptavinir

Vegna verkfalls starfsfólks í eldsneytisdreifingu verður ekki hægt að bjóða upp á dreifingu á höfuðborgarsvæðinu frá og með kl 12:00 miðvikudaginn 15. febrúar í óákveðin tíma.

Verkfallið hefur ekki teljandi áhrif á eldsneytisdreifingu utan höfuðarborgarsvæðisins nema Ölfus og Hveragerðis þar sem dreift er frá birgðarstöð staðsettri í Reykjavík. Bátadælur eru opnar og verða þjónustaðar eins og venjulega.

Hægt er að senda inn eldsneytispöntun í formi biðpöntunar og verður hún afgreidd um leið og dreifing hefst á ný.

Vegna undanþágubeiðna í þágu almannahagsmuna bendum við viðskiptavinum að senda tölvupóst á adstod@skeljungur.is eða hringja í síma 4443000.

Eftirfarandi undanþágur hafa verið veittar.

Skeljungur hefur fengið undaþágubeiðnir fyrir dreifingu eldsneytist í almannaþágu til eftirfarandi aðila samþykktar af hálfu undanþágunefnd Eflingar:

  • Dreifing á JET A-1 á innanlandsflugvelli
  • Dreifing á díesel á Reykjavíkurflugvöll
  • Dreifing á díesel á Keflavíkurflugvöll
  • Dreifing á díesel á einkatanka Strætisvagna
  • Dreifing á díesel á varaaflsstöðvar
  • Dreifing á díesel og bensín á bensínstöð Hreyfils í Fellsmúla

Kveðja starfsfólk Skeljungs

Skeljungur gefur umhverfisvæn gróðurhús

Á árinu 2022 hóf Skeljungur samstarf við Bambahús, en það er félag sem smíðar gróðurhús úr svokölluðum bömbum. Bambi er aftur 1000 lítra tankur undir vökva en árlega fara hátt í 280 slíkir tankar í förgun hjá Skeljungi. Í stað þess að farga bömbunum fær Skeljungur Bambahúsum nú bambana þar sem þeir eignast framhaldslíf sem gróðurhús. Annars væru þessir tankar sendir til útlanda til niðurvinnslu í lélegra plast eða brenndir til orkunýtingar. Það sem Bambahús gera er dæmi um uppvinnslu, en það er þegar endurvinnsla hlutar eykur verðmæti hans. Með þessu spara fyrirtæki sér kostnaðinn af því að losa sig við Bambana og draga um leið úr auðlindasóun og kolefnisspori. Kynna má sér bambahús nánar hér: https://www.bambahus.is 

Nú hefur Skeljungur ehf fært út samstarfið enn frekar með því að koma á fót styrktarverkefni þar sem Skeljungur mun kaupa tvö 6,6 fm gróðurhús frá Bambahúsum og setja þau á góðan stað.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjálfbærni og stafrænnar þróunar hjá Skeljungi.

„Við erum stolt af því að bambarnir sem falla til í okkar starfsemi nýtist í það verðuga verkefni að smíða gróðurhús sem stuðla að bættu samfélagi og nýjum tækifærum. 

Tækifærin sem bambahúsin bjóða uppá eru mörg og tengjast í senn samfélaginu, skólum og leikskólum. Þau koma til móts við þörf okkar sem samfélags um að draga úr sóun og auka þekkingu á sjálfbærni í nærsamfélaginu með áherslu á ræktun matvæla. Þá er sérstaklega ánægjulegt að áherslan hjá Bambahúsum er að koma þeim í sem mest not innan skólasamfélagsins.

Skeljungur hefur ákveðið að koma á styrkjaverkefni þar sem félagið mun gefa tvö 6,6 fm gróðurhús á ári frá Bambahúsum, til góðs málefnis næstu tvö ár. 

Verkefnið stuðlar að aukinni fræðslu um sjálfbærni, ræktun í nærumhverfi, minna kolefnisspori og styður við hringrásarhagkerfið. Það er okkur sönn ánægja að taka þátt í því með því að leggja til bamba sem og styrkja verkefnið.“

Styrktarnefnd Skeljungs sér um úthlutun húsanna. Farið er eftir styrkjastefnu félagsins við úthlutun. Umsóknartímabil er frá 15. janúar til 15. febrúar 2023 og sótt er um á sérstakri umsóknarsíðu á vef Skeljungs en úthlutun fer fram fyrir 28. febrúar. Húsin eru svo afhent á vormánuðum 2023.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.skeljungur.is/styrkur

Frétt skrifuð 16.01.2023

Jólakveðja Skeljungs

Skeljungur hefur ákveðið að andvirði jólaglaðnings og korts sem viðskiptavinir hafa fengið sent undanfarin ár renni þetta árið til Mæðrastyrksnefnda.

Mæðrastyksnefnd var afskaplega þakklát og kemur fjárhæðin sér vel fyrir jólaúthlutunina hjá þeim , það er svo sannarlega sælla að gefa en að þiggja.

Við óskum öllum samstarfsaðilum okkar nær og fjær gleðilegrar hátíðar

Frétt skrifuð 19.12.2022

Skeljungur selur svansvottaðann Tjöruhreinsi

Skeljungur hefur í dag sölu á umhverfisvænni Tjöruhreinsi undir vöruheitinu Vænni.

Tjöruhreinsirinn, sem hlotið hefur Svansvottun, er framleiddur af sprotafyrirtækinu Gefn fyrir Skeljung. Hann er framleiddur með einstakri tækni Gefnar sem umbreytir úrgangi og útblæstri í umhverfisvænni efnavöru. Framleiðslan er innlend og úr innlendum úrgangshráefnum sem heldur kolefnisfótspori vörunnar í lágmarki og eru umbúðirnar úrendurvinnanlegu plasti. Tjöruhreinsirinn er öflugt hreinsefni sem hentar öllum slitsterkum yfirborðum svo sem farartæki og annan búnað í iðnaði.

 

Guðmundur Þór Jóhannesson, Innkaupastjóri hjá Skeljungi.

“Við hjá Skeljungi höfum verið að leita leiða til að fjölga umhverfisvænni valkostum í vöruframboði félagsins. Samstarfið við Gefn gerir okkur kleift að bjóða upp á umhverfisvænni valkost sem getur komið í stað hefðbundinna tjöruhreinsa sem innihalda oftast varasöm og megnandi efni. Þessi nýja vara er einstök og í raun sú fyrsta sinnar tegundar sem hefur hlotið Svansvottun hér á landi.

Í vöruþróunarferlinu með Gefn varð vörumerkið Vænni til sem yfirheiti umhverfisvænni valkosta í vöruframboði Skeljungs. Við stefnum á að fjölga enn frekar við framboð vara undir þessu nýja vöruheiti næstu misseri.”

 

Tjöruhreinsirinn Vænni er fáanlegur í vefverslun Skeljungs og verslun félagsins, Skútuvogi 1, 104 Reykjavík.

Frétt skrifuð 02.12.2022

Fyrstu viljayfirlýsingar um sölu og dreifingu á rafeldsneyti á Íslandi

Skeljungur og Gallon hafa undirritað viljayfirlýsingar við danska sjóðinn CI Energy Transition Fund I um að skoða möguleika fyrirtækjanna tveggja á að kaupa rafeldsneyti af sjóðnum og dreifa því og selja, m.a. til íslenskra notenda. Þetta eru fyrstu viljayfirlýsingar sinnar tegundar sem gerðar eru á Íslandi. CI Energy Transition Fund I er nýr sjóður í eigu Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) og er stærsti sjóður heims sem er tileinkaður fjárfestingum í verkefnum tengdu grænu rafeldsneyti.

Markmið stjórnvalda um orkuskipti í sjávarútvegi og skipaflutningum nást því aðeins að skipafélög og útgerðir geti skipt út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra og umhverfisvænni orkugjafa. CIP, Skeljungur og Gallon hafa trú á því að rafeldsneyti sé leiðin til að hætta losun koltvísýrings í siglingum. Til að það takist þarf innviði, sem sumir hverjir eru til staðar, en aðra þarf að byggja frá grunni.

CIP stefnir á framleiðslu rafeldsneytis í Orkugarði Austurlands á Reyðarfirði, en orkugarðurinn er samstarfsvettvangur um nýtingu grænna tækifæra á Austurlandi. Markmið hans er að stuðla að aukinni verðmætasköpun og byggja upp þekkingu á orkuskiptum á svæðinu. 

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs:

„Við hjá Skeljungi og Gallon vinnum markvisst í því að þróa vöruframboð félaganna í átt að aukinni sjálfbærni. Allt í kringum okkur eru ríki og fyrirtæki að leita leiða til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra og umhverfisvænni orkugjafa og það er stefna okkar að vera traustur samstarfsaðili atvinnulífsins í orkuskiptum. Við teljum að rafeldsneyti eigi eftir að spila stórt hlutverk í því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis sem orkugjafa í samgöngum og öðrum orkufrekum iðnaði og þar með draga verulega úr losun koltvíoxíðs í andrúmsloftið. Ísland er í einstakri aðstöðu til að ná markverðum árangri í orkumálum, en til að það geti raungerst þarf að fara í fjárfestingar, meðal annars í innviðum tengdum geymslu og dreifingu á rafeldsneyti – þessar fjárfestingar þurfa að byggja á reynslu og þekkingu. Þetta er því mikilvægt og þarft verkefni fyrir atvinnulífið og samfélagið allt. Við erum stolt af því að gerast samstarfsaðilar CIP í þessari vegferð.“ 

Nánari upplýsingar veitir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs thordur@skeljungur.is.
Frétt skrifuð 21.11.2022.

Skeljungur flytur inn umhverfisvænna eldsneyti

Skeljungur hefur gert samning við Equinor um innflutning á eldsneyti sem inniheldur 10% blöndu af Ethanóli á móti 90% hlutfalli jarðefnaeldsneytis eða svokallað E10 eldsneyti. Áætlað er að sala á því til heildsöluviðskiptavina geti hafist á fyrri hluta næsta árs. Til samanburðar inniheldur það bensín sem selt er á bensínstöðvum í dag 5% blöndu af Ethanóli á móti 95% hlutfalli jarðefnaeldsneytis. 

Ethanól er framleitt úr korni og öðrum lífrænum úrgangi en með því að blanda því við jarðefnaeldsneyti má draga úr áhrifum útblásturs við brennslu eldsneytisins og draga þannig úr kolefnisfótspori farartækja og vinnuvéla sem það nota. E10 mengar þar af leiðandi minna en E5. Flest ökutæki og vélar geta brennt E10.

Samningur Skeljungs við Equinor um innflutning á E10 er liður í sjálfbærnistefnu félagsins þar sem  lögð er áhersla á að fjölga umhverfisvænni valkostum í vöruframboði félagsins. 

Þórður Guðjónsson: 

„Við höfum unnið markvisst að því að auka vægi orkugjafa, sem og annarra vara í vöruframboði okkar, sem valda minni losun kolefnis í andrúmsloftið. Þannig aðstoðum við viðskiptavini okkar við að draga úr kolefnisfótspori sínu. Á árinu 2019 tókum við til að mynda ákvörðun um að hætta innflutningi á svartolíu og árið 2020 hófum við innflutning á kolefnishlutlausum smurolíum frá Shell. Við erum afar ánægð með það að geta nú boðið heildsöluviðskiptavinum og atvinnulífinu upp á E10 sem umhverfisvænni valkost snemma á næsta ári."

Nánari upplýsingar veitir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs thordur@skeljungur.is.
Frétt skrifuð 18.11.2022.

Dregið úr sumarleik Skeljungs

Sumarleik Skeljungs lauk 31. Ágúst og dregin var út Svanþór Ævarsson. Dregið var úr öllum sölum sem komu í gegnum verslun og vefverslun Skeljungs. Svanþór og konan hans ætla á leik Manchester United sem tekur á móti Westham þann 29. Október. Óskum honum og ferðafélaganum til hamingju og góðrar ferðar.

Frétt skrifuð 18.10.2022

Skeljungur styrkir Björgunarfélag Vestmannaeyja

Nýtt glæsilegt skip Björgunarfélags Vestmannaeyja var silgt til heimahafnar nú á dögunum við hátíðlega athöfn. Skipið er eitt af þremur sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur látið smíða fyrir sig og það fyrsta sem er afhent.

Þetta er stærsta fjárfesting Slysavarnafélagsins til þessa en hvert skip kostar 285 milljónir króna fullbúið. Skeljungur er með nokkra starfsemi í Vestmannaeyjum og lét því ekki sitt eftir liggja þegar skipið var afhent og færði Björgunarfélagi Vestmannaeyja samfélagsstyrk með gjafabréfi fyrir 2000 lítrum af olíu.

Skeljungur óskar björgunarfélaginu til hamingju með þetta glæsilega skip og þakkir fyrir óeigingjarnt starf.

Jón Helgi Sveinsson svæðistjóri Skeljungs í Vestmannaeyjum færir Arnóri Árnórssyni styrkinn. Fétt skrifuð 11.10.2022

Skeljungur kaupir Klett

Skeljungur ehf hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Klett ehf og samhliða þeim kaupum hefur Skel fjarfestingafélag hf samþykkt að kaupa allt hlutafé í Klettagörðum 8-10 ehf félaginu sem á og rekur húsnæðið sem hýsir starfsemi Kletts. Áætluð velta félagsins árið 2022 er 8.200 m.kr og EBITDA 405 m.kr.

Heildarvirði Kletts samkvæmt kaupsamningi er 2.300 m.kr og er eru fjarmögnuð með 600-700 m.kr hækkun á hlutafé Skeljungs ehf. Kaupin eru að öðru leyti fjármögnuð með nýjum lánum og yfrtöku eldri lána.  Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum. LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL og Skeljungs.

 

Klettur – sala og þjónusta ehf.
Klettur er öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði vinnuvéla, vörubíla, hópbifreiða, tækja, skipavéla, varaaflsstöðva og hjólbarða. Klettur er umboðsaðili Scania og Caterpillar á Íslandi auk ýmissa annarra sterkra framleiðenda. Klettur rekur farsæl þjónustuverkstæði í Reykjavík og á Akureyri. Þar að auki starfrækir félagið hjólbarðaverkstæði undir nafni Kletts ásamt því að eiga vörumerkið Sólningu. Áætluð velta félagsins árið 2022 er 8.200 m.kr. og EBITDA 405 m.kr. Knútur Grétar Hauksson, núverandi forstjóri og stærsti eigandi Kletts, hefur samþykkt að verða stjórnarformaður félagsins. Þá hefur náðst samkomulag við lykilstarfsmenn um kaup á 4% hlut í eignarhaldsfélaginu.  Kristján Már Atlason mun taka við sem forstjóri Kletts.

 Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs: 

„Með kaupunum á Kletti styrkjum við til muna vöru- og þjónustuframboð samstæðunnar. Klettur verður rekið sem sjálfstætt félag. Kaupin falla vel að þeirri stefnu að byggja upp enn öflugra þjónustufyrirtæki við íslenskt atvinnulíf. Við trúum því að með kaupunum geti samstæðan sótt á nýja markaði og tekið virkan þátt í beinni uppbyggingu innviða hérlendis næstu árin. Verði af viðskiptunum er reiknað með því að velta Skeljungs árið 2023, að Kletti meðtöldum, verði 70 milljarðar og áætlanir beggja félaga gefa fyrirheit um EBITDA í kringum 1300-1500 milljónir.“

 

Knútur G. Hauksson, forstjóri Kletts:

„Á undanförum árum höfum við ásamt okkar frábæra starfsfólki og traustu birgjum byggt upp öflugt sölu- og þjónustufyrirtæki. Við teljum að sú framtíðarsýn og frekari uppbyggingaráform sem tilvonandi kaupendur hafa kynnt fyrir okkur falli vel að núverandi stefnu félagsins og muni skapa því enn sterkari stöðu á þeim spennandi tímum sem framundan eru. Við höfum því fulla trú á að þetta sé frábært skref inn í framtíðina fyrir starfsmenn okkar og birgja, en ekki síður okkar tryggu viðskiptavini sem áfram geta treyst á gott vöruframboð og yfirburða þjónustu þeim til hagsbóta.“

Fyrirvarar: Framangreind viðskipti eru háð hefðbundnum fyrirvörum, meðal annars samþykki helstu birgja Kletts – sölu og þjónustu ehf. sem og Samkeppniseftirlitsins. Upplýst verður þegar og ef skilyrði viðskiptanna verða uppfyllt. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka var ráðgjafi seljanda í viðskiptunum. LEX lögmannsstofa var ráðgjafi SKEL.
Frétt skrifuð 10.10.2022

Skeljungur og Sprettur á íslenskur landbúnaður 2022

Skeljungur og Sprettur verða á stórsýningunni íslenskur landbúnaður 2022 í laugardalshöll helgina 14-16. október.

Skeljungur kappkostar að þjónusta íslenskan landbúnað um land allt og hefur til sölu eldsneyti, smurolíur, áburð, rúlluplast og tilheyrandi garn og net. Stefna Skeljungs er að bjóða bændum vörur í hæsta gæðaflokki, mikið vöruúrval og góða þjónustu á samkeppnishæfu verði.  

Skeljungur selur áburð undir vörmerkinu „Sprettur áburður“ og er leiðandi í vöruþróun og markaðssetningu á nýjum lausnum til hagsbóta fyrir bændur.

Landbúnaðar teymi Skeljungs hlakkar til að sjá sem flesta og kynna fyrir viðskiptavinum nýjungar og tækifæri sem felast í viðskiptum við Skeljung.

Kíktu við í kaffi.

Frétt skrifuð: 5. október 2022

Skeljungur á íslenskur Sjávarútvegur 2022 21.-23. september.

Skeljungur lætur sig ekki vanta á sýninguna Sjávarútvegur 2022 sem er haldin í Laugardalshöll 21.-23. september.

Starfsfólk Skeljungs hefur veitt íslenskum sjávarútvegi alhliða þjónustu í áratugi en fáir þekkja þjónustuframboð Skeljungs betur í þeirri atvinnugrein en Pétur Sig. - sem hefur starfað í þjónustu við sjávarútveg í hátt í 20 ár! Hann segir hér frá þjónustu Skeljungs í tímaritinu Sóknarfæri: https://lnkd.in/eUj4X_mw Pétur og fleiri traustir félagar frá Skeljungi taka vel á móti sýningargestum á bás B18.

Frétt skrifuð: 18. september 2022

Nýtt svið og nýjar áherslur.

Það er stefna Skeljungs að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfið.

Til að leggja enn meiri áherslu á sjálfbærnivegferð félagsins, og efla þjónustu við viðskiptavini með stafrænum lausnum, hefur verið stofnað nýtt svið sem nefnist Sjálfbærni og stafræn þróun. Jóhanna Helga Viðarsdóttir mun leiða sviðið.

Thordur Gudjonsson, framkvæmdastjóri Skeljungs:

“Skeljungur stóð á tímamótum á síðasta ári. Starfsemi gamla Skeljungs, sem heitir nú SKEL fjárfestingarfélag var skipt upp í desember 2021 og er Skeljungur nú orðið rekstrarfélag í eigu SKEL fjárfestingafélags.

Stefna okkar hjá Skeljungi er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfið. Starfsemi Skeljungs er víðfeðm, við sjáum um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja, bænda, útgerða, flugiðnaðar sem og aðila í verktöku. Þá er Skeljungur áfram umboðsaðili Shell á Íslandi ásamt því að fara með eignarhald í Barki, EAK, Fjölveri og Ecomar.

Þau gildi sem við viljum hafa að leiðarljósi eru jákvæðni, metnaður og að við séum ávallt tilbúin í breytingar. Hjá félaginu starfa í dag tæplega 70 manns og eru þau gildi sem við setjum okkur mikilvægur þáttur í því að byggja upp menningu sem styður við hagkvæman rekstur og ekki síst þær nauðsynlegu breytingar sem þarf að vinna að í átt að aukinni sjálfbærni - til hagsbóta fyrir umhverfið og samfélagið.

Með stofnun nýja sviðsins og ráðningu Jóhönnu Helgu, viljum við leggja enn meiri áherslu á að vinna markvisst í sjálfbærnivegferð Skeljungs ásamt því að efla þjónustu við viðskiptavini félagsins með framúrskarandi stafrænum lausnum.”


Frétt skrifuð: 29. ágúst 2022

Skeljungur opnar nýja verslun.

Með opnun þessarar verslunar erum við að bæta þjónustu við núverandi og nýja viðskiptavini Skeljungs. Við fundum fyrir þörf á því að bæta aðgang að okkar vöruframboði í gegnum vef og verslun. Starfsfólk okkar er sérfræðingar á sínu sviði með margra ára reynslu á þessum vettvangi. Hægt er að fá ráðleggingar um hvaða vörur henta þörfum hvers og eins, allt frá ökutækjum til stærri vinnuvéla,“ segir Kristinn og bætir við að alltaf sé heitt á könnunni í Skútuvogi 1.

Frétt skrifuð 11. ágúst 2022

Fögnum fjölbreytileikanum

Yfirskrift Hinsegin daga 2022, sem hefjast í dag, er “Fegurð í frelsi”.

Skeljungur stendur með frelsi og mannréttindum hinsegin fólks alla daga en í mannréttindastefnu félagsins segir:

“Félagið fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og á meðal starfsfólksins og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi. Metnaður félagsins er fyrir því að vinnustaðurinn sé öruggur í öllum skilningi.
Skeljungur leitast jafnframt við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi.”

Virðum og stöndum saman vörð um mannréttindi!

❤️🧡💛💚💙💜

Starfsfólk Skeljungs óskar landsmönnum gleðilegra hinsegin daga - alla daga!

Frétt skrifuð 8. ágúst 2022

Okkar fólk í fjölmiðlum

Í bílablaði Morgunblaðsins þann 19.júlí var okkar kona,Unnur Elva, forstöðumaður þjónustu í skemmtilegu viðtali.

Þar er rætt um nýja verslun Skeljungs í Skútuvogi, bílaáhugann, hvernig það er að vera kona í karllægum geira og þegar hún hitti sjálfan Schumacher 🏎!

Við mælum heilshugar með lestri.

https://lnkd.in/ek9sFCk8

Frétt skrifuð 19. júlí 2022

Frábær kjör fyrir viðskiptavini

Við kynnum með ánægju nýja samstarfsaðila sem veita frábæra afslætti af vörum og þjónustu gegn framvísun Skeljungskortsins.

Korthafar njóta svo að sjálfsögðu áfram góðra kjara á eldsneyti.

Sjá nánar hér: https://verslun.skeljungur.is/pages/skeljungskortid

Frétt skrifuð 1. júlí 2022

Skeljungur opnar verslun.

Skeljungur opnaði á dögunum nýja verslun í Skútuvogi 1🏡.

Opnun verslunarinnar eru liður í því að veita enn betri og persónulegri þjónustu. Í versluninni er að finna úrval gæðavara frá Shell, Ecomar, Koch-chemie, VatOil, Venol og fleiri. Skeljungs fólk veitir með ánægju ráðgjöf á staðnum.

Verslunin er opin alla virka daga frá 08:15 til 16:00.

Kíktu í kaffi!

Psst...
Vefverslun Skeljungs er svo að sjálfsögðu áfram opin allan sólarhringinn, alla daga.

Frétt skrifuð: 6. júlí 2022