Samfélagsleg ábyrgð

Skeljungur hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem byggir á fimm meginstoðum. Þær eru: mannauður, viðskiptavinurinn, samstarfsaðilar og birgjar, umhverfi og samfélag. Með stefnunni leitast Skeljungur við að flétta efnahags-, samfélags- og umhverfismál við almenna starfshætti félagsins. Skeljungur vill með þeim hætti tryggja ávinning af sínum rekstri fyrir alla haghafa.

Skeljungur leitast við að vera traustur samfélagsþegn sem sýnir ábyrga hegðun gagnvart nærsamfélaginu með gegnsæi í allri sinni upplýsingagjöf.

Samfélagsskýrsla

Hér má nálgast nýjustu samfélagsskýrslu Skeljungs. Í skýrslunni er fjallað ítarlega um samfélagsábyrgð félagsins og áhrif starfseminnar á samfélag og umhverfi. Skeljungur gefur út samfélagsskýrslu árlega. Félagið leitast við að veita innsýn í það sem vel er gert og einnig það sem betur má fara.
Samfélagsskýrsla 2019

Framúrskarandi fyrirtæki í sjö ár

Við erum afar stolt af því að tilheyra flokki Framúrskarandi fyrirtækja sjö ár í röð hjá Creditinfo.

Jafnlaunavottun

Skeljungur hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Með vottuninni höfum við fengið staðfestingu á því að viðhöfð séu fagleg vinnubrögð við starfsmannastjórnun.
Jafnréttisáætlun Skeljungs 2020-2022

Festa

Skeljungur er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Sem hefur það að markmiði að auka þekkingu á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, og efla getu fyrirtækja til að tileinka sér samfélagslega ábyrga starfshætti.

Nasdaq

Skeljungur er viðurkenndur „Nasdaq Tranparency Partner“. Skeljungur vinnur eftir leiðbeiningum frá Nasdaq við gerð samfélagsuppgjörs (UFS/ESG), en leiðbeiningarnar fjalla um það hvernig fyrirtæki geta með markmiðasetningu og upplýsingagjöf sýnt samfélagslega ábyrgð í verki.

ISO 9001:2015

Skeljungur starfrækir gæðastjórnunarkefi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 9001:2015.
Opna skjal

ISO 14001:2015

Skeljungur starfrækir umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST EN ISO 14001:2015.
Opna skjal