Mannauður

Hjá Skeljungi starfar fjölbreytt flóra fólks á öllum aldri.
Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi vinum við eftir kjarnagildum okkar, við erum jákvæði, við erum tilbúin í breytingar og við erum metnaðarfull.

Starfsumhverfi

Við leggjum áhersu á að starfsfólk þróist í starfi og fái fjölbreytt verkefni og lögð er áhersla á regluleg frammistöðusamtöl til að greina og virkja þróun starfsfólks í starfi með markvissum hætti

Starfsfólk er ávalt hvatt til að vera stöðugt vakandi yfir leiðum til að efla sig sjálfa í vinnu.

Allt starfsfólk fá góðan búnað og fyrst flokks tækni til að leysa starf sitt sem best af hendi einnig eru starfstöðvar fyrirtækisins til fyrirmyndar svo að starfsfólki líði vel á vinnustað sínum en sveigjanleiki er í boði þegar því verður við komist til að koma til móts við starfsfólk.

Jafnrétti

Í öllu ákvörðunum er snúa að mannauðnum eru ákvarðanir teknar út frá jafnréttisstefnu fyrirtækisins.

Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á að starfsfólk getur verið það sjálft og lögð er áhersla á að kynjajafnréttis sé gætt við allar ákvarðanir á
sviðum félagsins þegar kemur að launaákvörðun eða öðrum ákvörðunum. En fremur hefur Skeljungur verið jafnlaunavottað síðan 2019 og var 7 fyrirtækið á Íslandi til að fá vottun.

Heilsa og öryggi

Skeljungur leggur sig fram við að stuðla að bættri heilsu starfsfólks, andlegri, líkamlegri og félagslegri. Heilsustefna er hjá Skeljungi sem tekur mið af því að hlúa að eftirfarandi þáttum. Skeljungur veitir styrki til íþróttaiðkunnar, sálfræðiþjónustu eða annrar þjónustu
Reglulega fyrirlestrar er haldnir sem snúa að andlegri, líkamlegri eða félagslegri heilsu og framkvæmdar eru ítarlegar heilsufarsmælingar óski starfsfólk eftir því. Heilsustefnu félagsins má nálgast hér.
Öryggismál eru órjúfanlegur þáttur í rekstrinum og er það markmið félagsins að allir starfsfólk snúi heilir heim frá vinnu. Öryggisstefnu félagsins má nálgast hér.

Starfsánægja

Reglulega eru gerðar starfsánægjukannanir yfir árið, þær kynntar fyrir starfsfólkinu og unnið úr niðurstöðunum.

Skemmtinefnd er starfrækt innan fyrirtækisins sem skipuleggur reglulega skemmtanir fyrir starfsfólk og maka þeirra. Tilgangur þeirra er m.a. að stykja félagsleg tengsl þeirra á milli. Einnig færir Skeljungur starfsfólki sínu gjafir á stórum stundum í lífi þeirra til dæmis þegar starfsfólk fagnar stórafmælum og fæðingu barna.

Rétta fólkið

Markmið Skeljungs er að hafa innanborð áhugasamt og hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi og tekur virkan þátt í að gera félagið og sig sem starfsfólk sífellt betri.

Skeljungur er með faglegt ráðningarferli til að velja rétta fólkið í réttu sætin, einnig er nýliðaþjálfun mótuð eftir því starfi sem starfsfólk sinnir hverju sinni.

Það er hlutverk alls mannauðs Skeljungs að taka vel á móti nýju starfsfólki

Linda Björk Halldórsdóttir

Forstöðumaður Mannauðs

Sími / Phone:  4443000  Tölvupóstur / Email:  linda@skeljungur.is 

NafnSviðStarfheitiNetfangSími