Panta eldsneyti

Skeljungur kappkostar að stuðla að hagkvæmum lausnum fyrir viðskiptavini félagsins, lausnum sem byggjast á sérhæfðri þekkingu og áratuga reynslu af þjónustu við fyrirtæki í ólíkum greinum.



Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 08:15 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:15 – 15:15 á föstudögum.

Greiðenda og tengiliðs upplýsingar

Upplýsingar um afhendingu

Eldsneytis upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Pantanir á tæki/tanka eru afgreiddar sem hér segir:

  • Pantanir sem berast fyrir 09:00 eru afgreiddar samdægurs. Afgreiðslutími er á milli 8:00-17:00 alla virka daga. Afgreitt er á frídögum gegn aukagjaldi.
  • Pantanir sem berast eftir 09:00 eru afgreiddar næsta virka vinnudag.
  • Tekið er á móti olíupöntunum alla virka daga frá tímabilinu 08:15 til 16:00 nema á föstudögum á milli 08:15 til 15:15 í síma 444 3100.
  • Tekið er á móti pöntunum allan sólarhringinn á skráningarforminu hér að ofan.
  • Hægt er að fá flýtiafgreiðslu á olíu gegn 7.900 kr.* gjaldi.
  • Ef afgreiðsla á olíu er undir 200 lítrar þá bætist við 6.500 kr.* afgreiðslugjald.
  • Fari afgreitt magn undir 100 lítra greiðir viðskiptavinurinn 10.900 kr.* afgreiðslugjald.
  • Óski viðskiptavinur eftir afgreiðslu utan höfuðborgarsvæðisins greiðir viðskiptavinur 8.900 kr.* fyrir afgreiðslur undir 800 lítrum.
  • Óski viðskiptavinur eftir afgreiðslu utan hefðbundins opnunartíma þá greiðir hann 30.900 kr.* fyrir þjónustuna (200 EUR/220 USD).
  • Þetta á við um þá staði þar sem Skeljungur rekur birgðastöðavar sínar, annars gildir útgefin tímatafla dreifingar, sjá hér að neðan undir afgreiðsludagar.
  • Viðskiptavinur sem sækir sér vélaolíu á Orkustöð greiðir dæluverð að frádregnum þeim kjörum sem viðskiptavinur hefur samið um.

Viðskiptavinur sem óskar eftir afgreiðslu á vélaolíu með olíubíl greiðir samkvæmt verðskrá hverju sinni að frádregnum þeim kjörum sem viðskiptavinur hefur samið um.

Dælingar á smurolíum og öðrum vökva

Dæling af 200L tunnum: 2.200 krónur per tunna. Þó aldrei hærra gjald en 11.000 krónur í heild ef fleiri tunnur.
Dæling af 1000L bömbum: 5.500 krónur per bambi. Þó aldrei hærra gjald en 22.000 krónur í heild ef fleiri bambar.
ATH öll verð eru gefin upp án vsk.

Pantanir á skip:

Pantanir skulu berast næsta virka dag áður en þær eiga að framkvæmast.

  • Afgreiðslutími er á milli 8:00-18:00 alla virka daga. Afgreitt er á frídögum gegn aukagjaldi, nema um annað sé samið.
  • Afgreiðsla utan þjónustutíma eða skilgreindra afgreiðsludaga um land allt er gegn aukagjaldi. Sama á við um pantanir sem berast samdægurs.
  • Afgreiðslugjald utan þjónustutíma er 30.900 kr.* (200 EUR/220 USD).

Leiga á búnaði

Skeljungur getur útvegað búnað til að dæla eldsneyti og smurolíu til kaups og leigu.
Nánari upplýsingar má nálgast í síma 444-3000.

8:15-16:00 mánudaga til fimmtudaga
8:15-15:15 föstudaga

Verðskrá

Olíukista, allt að 460 lítra,  verð 3.490kr. per mánuð án VSK
Olíutankur, allt að 1.200 lítra,  verð 4.750kr. per mánuð án VSK
Olíutankur, allt að 2.500 lítra, verð 5.750kr. per mánuð án VSK
Olíutankur, stærri en 2.500 lítra, samkvæmt nánara samkomulagi
Annar olíu- og smurbúnaður samkvæmt nánara samkomulagi

Leiga á tönkum/kistum samkvæmt verðskrá miðast við árlega notkun að lágmarki 5.500 lítrum.

Tekur gildi frá 1. janúar 2024

ATH. Uppgefin verð geta tekið breytingum fyrirvaralaust.

*Verð er án vsk.