Panta eldsneyti

Skeljungur kappkostar að stuðla að hagkvæmum lausnum fyrir viðskiptavini félagsins, lausnum sem byggjast á sérhæfðri þekkingu og áratuga reynslu af þjónustu við fyrirtæki í ólíkum greinum.Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 08:15 – 16:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:15 – 15:15 á föstudögum.

Greiðenda og tengiliðs upplýsingar

Upplýsingar um afhendingu

Eldsneytis upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Pantanir eru afgreiddar sem hér segir:

Pantanir sem berast frá kl. 08:00 til 10:00 eru afgreiddar samdægurs.

  • Pantanir sem berast á tímabilinu 10:00 til 16:00 eru afgreiddar næsta virka vinnudag
  • Tekið er á móti olíupöntunum alla virka daga frá tímabilinu 08:15 til 16:00 í síma 444 3100
  • Tekið er á móti pöntunum allan sólarhringinn á skráningarforminu hér að ofan
  • Hægt er að fá flýtiafgreiðslu á olíu gegn  5.500. kr.* gjaldi
  • Ef afgreiðsla á olíu er minni en 200 lítrar þá bætist við 4.400. kr.* afgreiðslugjald
  • Fari afgreitt magn undir 100 lítra greiðir viðskiptavinurinn 8.800 kr.* afgreiðslugjald
  • Óski viðskiptavinur eftir afgreiðslu utan hefðbundins opnunartíma þá greiðir hann 22.000. kr.* fyrir þjónustuna
  • Þetta á við um þá staði þar sem Skeljungur rekur birgðastöðavar sínar, annars gildir útgefin tímatafla dreifingar, sjá hér að neðan undir afgreiðsludagar
  • Viðskiptavinur sem sækir sér vélarolíu á Orkustöð greiðir dæluverð að frádregnum þeim kjörum sem viðskiptavinur hefur samið um

Viðskiptavinur sem óskar eftir afgreiðslu á vélarolíu með olíubíl greiðir samkvæmt verðskrá hverju sinni að fráregnum þeim kjörum sem viðskiptavinur hefur samið um.

Þetta tekur gildi frá og með 1. október 2020.

ATH. Uppgefin verð geta tekið breytingum fyrirvaralaust.

*Verð er án vsk.