Um Skeljung

Skeljungur er fjölorkufélag sem starfar á þremur landfræðilegum mörkuðum, á Íslandi, í Færeyjum og á N-Atlantshafinu.

Skeljungur á sex dótturfélög. Gló veitingar ehf., Barkur ehf., Íslenska vetnisfélagið ehf., Tollvörugeymslan ehf.  sem og tvö félög með starfsemi í Færeyjum, þ.e. P/F Magn og P/F Demich.

Starfseminni má skipta í fimm megin flokka:

  1. Orkugjafar; jarðefnaeldsneyti, vetni, metan, olíur og tengdar vörur
  2. Rekstur fasteigna, birgðastöðva og dreifingar
  3. Smásala
  4. Útleiga fasteigna
  5. Aðrar vörur

Skeljungur

Skeljungur dreifir eldsneyti til fyrirtækja sem ekki hafa tækifæri til að nálgast eldsneyti á afgreiðslustöðvum okkar, t.d. til sjávarútvegsins, flugfélaga og til verktaka á verkstaði. Viðskiptavinir Skeljungs geta treyst á 90 ára reynslu félagsins af því að afgreiða eldsneyti hratt og örugglega.

Skeljungur rekur 65 bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar á Íslandi, þar af þrjár fjölorkustöðvar sem að auk jarðefnaeldsneytis selja vetni, metan og rafhleðslu á farartæki. Orkan hefur verið leiðandi afl á íslenskum eldsneytismarkaði þegar kemur að lágum verðum, allt frá stofnun Orkunnar árið 1994.

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt.


Gildi Skeljungs eru:

Áreiðanleiki
Stöðugleiki er í þjónustu okkar og við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

Skilvirkni
Hagsýni einkennir alla okkar starfsemi. Stöðugt er unnið að umbótum til virðisaukningar fyrir alla okkar hagaðila.

Atorka
Atorka og framtakssemi drífa okkur áfram og við erum óhrædd við að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram um að tryggja forystu Skeljungs.

Dótturfélagið P/F Magn

Magn rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar víðs vegar um Færeyjar þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu ásamt fjölbreyttu vöruframboði. Magn er leiðandi í Færeyjum í sölu á eldsneyti til húshitunar. Í Færeyjum er mikill meirihluti fasteigna hitaður upp með olíu. Magn býður upp á alhliða þjónustu við heimili og fyrirtæki, þar sem viðskiptavinir þurfa einungis að skrá sig í áskrift og magn sér um það að halda húsunum heitum, án þess að að hafast þurfi nokkuð frekar. Eftir kaup Magns á félaginu P/F Demich, sem sérhæfir sig í umhverfisvænum húshitunarlausnum mun Magn geta boðið upp á heildarlausnir í þjónustu tengdri húshitun, óháð því hvaða orkugjafa viðskiptavinir kjósa að nota. Magn rekur einnig tvær birgðarstöðvar.

Dótturfélögin Tollvörugeymsla Skeljungs ehfBarkur og Íslenska vetnisfélagið ehf. starfa öll samkvæmt stefnum og reglum Skeljungs.