Skipaþjónusta

Skipaþjónusta Skeljungs er fyrir þau sem starfa að sjávarútvegi - jafnt útgerð sem vinnslu. Við veitum ráðgjöf um notkun hreinlætisefna í samstarfi við Ecomar, ráðleggjum um notkun smurefna og eldsneytis, smurkortagerð fyrir skip, báta og fiskvinnslu. Einnig  bjóðum við upp á olíurannsóknir þar sem fylgst er með smurolíunni og um leið ástandi vélarinnar. Við afgreiðum eldsneyti til skipa frá lögn eða með bíl sem og smurolíuafgreiðslu. Skeljungur getur að jafnaði útvegað smurolíur og eldsneyti í erlendum höfnum til viðskiptavina sinna. 

Skeljungur stafrækir olíupramman Bark á Faxaflóasvæðinu. Hægt er að kynna sér þjónusta hans með því að smella hér.