Laus störf

Hjá Skeljungi hf. starfar fjölbreytt flóra fólks af báðum kynjum og á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Skeljungur var sjöunda fyrirtækið til að vera jafnlaunavottað af Jafnréttisstofu.