Um Viðskiptakort

Viðskiptakortið er ætlað þeim fyrirtækjum sem vilja njóta þess að vera í föstum reikningsviðskiptum við Skeljung.

Ódýrari leið

Viðskiptakortið veitir aðgang að eldsneyti á bensínstöðvum Skeljungs og Orkunnar um land allt á afsláttarkjörum. Að auki getur það greitt fyrir almennar vöruúttektir. Það gerir síðan eldsneytiskaupin enn fljótlegri í meðförum, að kortið er einfaldlega borið upp að dælunema, sem les kortaupplýsingarnar á sekúndubroti og opnar viðkomandi dælu um leið.

Sveigjanlegt í notkun

Fjölbreyttir möguleikar gefa hverju fyrirtæki kost á að haga notkun Viðskiptakortsins eftir þörfum. Kort getur verið skráð á einstakling og getur hann þá einn tekið út á það. Þá er hægt að skrá kort á bílnúmer og geta þá allir ökumenn þeirrar bifreiðar tekið út á kortið, svo að dæmi séu nefnd, auk þess sem auðveldlega má stjórna fyrir hvaða vöruflokka kortið gildir.

Fljótlegri og þægilegri leið

Þjónustuvefur Viðskiptakortsins heldur öllum kortaupplýsingum aðgengilegum, sem flýtir fyrir bókhaldi og einfaldar framtalsgerð. Fjölbreyttir möguleikar gerir hverju fyrirtæki jafnframt kleift að haga notkun Viðskiptakortsins eftir þörfum. Kortið getur tengst ýmist einstaka starfsmönnum eða bílnúmerum. Eins og dæmin sýna, þá eru möguleikarnir margir og undir hverjum og einum komið hvers konar útfærsla verður fyrir valinu.

PIN-númer

Þú þarft ekki að muna PIN-númer sem gerir notkun Viðskiptakortsins einfaldari. Öll kort eru gefin út án PIN, en þeir sem vilja geta beðið um PIN-númer þegar sótt er um kortið.

Sæktu um núna

Umsóknir um Viðskiptakort Skeljungs eru hér.

Tapað kort

Tapist Viðskiptakort skal tilkynna það tafarlaust í síma 444 3000 eða 444 3024 utan afgreiðslutíma.

Samstarfsfyrirtæki

Ýmis samstarfsfyrirtæki Skeljungs bjóða Viðskiptakorthöfum upp á sérstök afsláttarkjör gegn framvísun kortsins. Korthafa fá einnig 15% afslátt af smurþjónustu á smurstöðvum Skeljungs í Skógarhlíð og á Laugavegi.

Pitstop - Dugguvogi, Hjallahrauni og Rauðhellu.
15% afsláttur af dekkjaþjónustu, smurþjónustu og smáviðgerðum.

Stilling - Skeifunni 108 Reykjavík, Bæjarhrauni 6 Hafnarfirði, Draupnisgötu 1 Akureyri, Smiðjuvegi 68 Kópavogi, Bíldshöfða 12 112 Reykjavík og Eyravegi  29 Selfossi.
15% afsláttur af vara- og aukahlutum.

Nesdekk - Fiskislóð 15 og í Reykjanesbæ.
15% afsláttur af vörum og 10% afsláttur af vinnu. Nesdekk býður upp á dekkjaþjónustu, smurþjónustu og smáviðgerðir.

Smur 54  - Bæjarhrauni 6 Hafnarfirði.
20% af vinnu á smurstöð og smáviðgerðum.

Stórihjalli - Dalvegi 16a.
15%  af smurþjónustu og smáviðgerðum.

 


 Leit

Leitarvél

Þú ert hér: Fyrirtæki » Viðskiptakort » Um Viðskiptakort
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi