Stjórn

Jón Ásgeir Jóhannesson

Stjórnarformaður

Jón Ásgeir er stofnandi Bónus, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Jón sem forstjóri Haga. Jón hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum en hann hefur sinnt stjórnarformennsku fyrir Haga og síðar Baug Group ásamt stjórnarstörfum fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord, auk fjölda annara innlendra félaga. Jón Ásgeir er einnig varamaður í stjórn 365 miðla hf.

Birna Ósk Einarsdóttir

Varaformaður

Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Áður starfaði Birna sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar og einnig sem framkvæmdastjóri yfir sölu- og þjónustusviði Símans en þar stýrði hún einnig einstaklingssviði um skeið. Birna er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá HR og BS gráðu í viðskiptafræði frá HÍ.

Þórarinn Arnar Sævarsson

Meðstjórnandi

Þórarinn er sérleyfishafi Remax á Íslandi, eigandi og stjórnarmaður, eigandi að Kontakt fyrirtækjaráðgjöf og eigandi og stjórnarmaður fjárfestingafélaganna Loran ehf., RPF ehf. og IREF ehf. Þórarinn býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegs og af fasteignamarkaði, tengt kaupum, sölum, umbreytingu og þróun fasteigna, auk fjárfestingaverkefna í ráðgjafafyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og tæknifyrirtækjum. Stofnun fasteignasölukeðju á Íslandi og erlendis. Þórarinn er löggiltur fasteignasali og leigumiðlari en ásamt því hefur Þórarinn próf frá Vélskóla Íslands og Skipstjórnarskólanum, auk flugnáms.

Elín Jónsdóttir

Meðstjórnandi

Elín er stjórnarformaður Borgunar hf. og í stjórn Kvennaathvarfsins. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs VÍB hjá Íslandsbanka 2014-2017 og sat þá í framkvæmdastjórn bankans. Þar áður hafði hún gegnt störfum sem forstjóri Bankasýslu ríkisins, framkvæmdastjóri Arev sem er verðbréfafyrirtæki og lögfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu. Elín hefur átt sæti í fjölmörgum stjórnum félaga oftar en ekki sem stjórnarformaður, þ. á m. stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Regins hf. á árunum 2012-2014.

Dagný Halldórsdóttir

Meðstjórnandi

Dagný er sjálfstætt starfandi. Hún var áður stofnandi og framkvæmdastjóri DH samskipta ehf. 2011-2017 og hannaði og stýrði Pyngjunni, sem var fyrsta Mobile Pay greiðslulausnin á Íslandi (nú SíminnPay). Þar áður var hún aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf., aðstoðarforstjóri Íslandssíma hf. (nú Vodafone) og stofnandi og framkvæmdastjóri Skímu hf. sem var brautryðjandi á sviði internetþjónustu á Íslandi. Dagný var stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður ISB Holding ehf. 2011-2016 sem var eignarhaldsfélag í eigu Glitnis banka sem fór með nær allt hlutafé í Íslandsbanka. Dagný hefur auk þess setið í fjölmörgum stjórnum s.s. Advania MobilePay ehf., Kaffitárs ehf., Skipta hf. og Mílu ehf.

Hluthafar geta komið sjónarmiðum á framfæri eða sett fram spurningar til stjórnar í gegnum tölvupóstfangið stjorn@skeljungur.is sem ritari stjórnar hefur umsjón með. Ritari stjórnar tilkynnir stjórn um allar tillögur eða spurningar hluthafa og hefur stjórnin yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.

Fjárfestaupplýsingar

Skeljungur samanstendur af tveimur rótgrónum rekstrarfélögum með yfir 90 ára rekstrarsögu. Skeljungur er með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum og þjónustar yfir 60 þúsund viðskiptavini. Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.