Stjórn

Jens Meinhard Rasmussen

Stjórnarformaður

Jens Meinhard Rasmussen er framkvæmdastjóri Skanski Offshore, sem er þjónustufyrirtæki við gas- og olíuskip. Jens Meinhard er með Cand. jur. gráðu frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, auk þess að vera með skipstjórapróf frá Føroya Sjómansskúli. Jens Meinhard er stjórnarformaður Smyril-Line og Reiðarafelagið fyri farmaskip, auk þess sem hann situr í stjórn Magn.

Jón Ásgeir Jóhannesson

Varaformaður

Jón Ásgeir er stofnandi Bónus, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Jón sem forstjóri Haga. Jón hefur víðtæka reynslu af stjórnarstörfum en hann hefur sinnt stjórnarformennsku fyrir Haga og síðar Baug Group ásamt stjórnarstörfum fyrir Iceland Foods og Magazin du Nord, auk fjölda annara innlendra félaga. Jón Ásgeir er einnig varamaður í stjórn 365 miðla hf.

Birna Ósk Einarsdóttir

Meðstjórnandi

Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Áður starfaði Birna sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar og einnig sem framkvæmdastjóri yfir sölu- og þjónustusviði Símans en þar stýrði hún einnig einstaklingssviði um skeið. Birna er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá HR og BS gráðu í viðskiptafræði frá HÍ.

Ata Maria Bærentsen

Meðstjórnandi

Ata Maria Bærentsen starfar sem yfirlögfræðingur, ritari stjórnar og framkvæmdastjórnar hjá NNIT A/S, sem er danskt skráð upplýsingatæknifyrirtæki. Áður starfaði Ata María sem yfirlögfræðingur hjá Copenhagen Airports (A/S). Ata hefur einnig starfað sem lögmaður hjá Gorrissen Federspiel lögmannsstofu í Kaupmannahöfn og sem lögfræðingur í danska utanríkisráðuneytinu sem og löglærður aðstoðarmaður færeysks þingmanns í danska Þjóðþinginu.

Þórarinn Arnar Sævarsson

Varaformaður

Þórarinn er sérleyfishafi Remax á Íslandi, eigandi og stjórnarmaður, eigandi að Kontakt fyrirtækjaráðgjöf og eigandi og stjórnarmaður fjárfestingafélaganna Loran ehf., RPF ehf. og IREF ehf. Þórarinn býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði sjávarútvegs og af fasteignamarkaði, tengt kaupum, sölum, umbreytingu og þróun fasteigna, auk fjárfestingaverkefna í ráðgjafafyrirtækjum, nýsköpunarfyrirtækjum og tæknifyrirtækjum. Stofnun fasteignasölukeðju á Íslandi og erlendis. Þórarinn er löggiltur fasteignasali og leigumiðlari en ásamt því hefur Þórarinn próf frá Vélskóla Íslands og Skipstjórnarskólanum, auk flugnáms.

Fjárfestaupplýsingar

Skeljungur samanstendur af tveimur rótgrónum rekstrarfélögum með yfir 90 ára rekstrarsögu. Skeljungur er með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum og þjónustar yfir 60 þúsund viðskiptavini. Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.