Stefna

Áhættustefna Skeljungs

pdf icon

Áhættustjórnun Skeljungs

Áhætta Skeljungs felst í mögulegum atburðum sem aftrað geta félaginu frá því að ná markmiðum sínum. Áhættustjórnun félagsins tekur tillit til allra tegunda áhættu, s.s. á sviði fjárhags, rekstrar, umhverfis og gæða. Aðgerðir félagsins á sviði áhættustjórnunar miða að því að skilgreina, meta, mæla og stýra áhættu í starfsemi félagsins í samræmi við áhættuvilja þess. Stefna þessi lýsir ramma um áhættustýringu Skeljungs. Markmiðið er að stýra áhættu á skilvirkan hátt og tryggja meðvitund um og gagnsæi áhættustýringar á öllum stigum, allt frá stjórn niður á einstaka starfsmenn.

Skipulag og hlutverkaskipan

Eftirfarandi aðilar gegna lykilhlutverkum í áhættustjórn félagsins:

Áhættunefnd: Er umræðuvettvangur vegna áhættumála þar sem fram fer rýni á áhættugreiningu og niðurstöðum hennar. Er skipuð forstjóra félagsins, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs, framkvæmdastjóra sölusviðs og forstöðumanni öryggis- og gæðamála.

Áhættunefnd kemur saman að lágmarki ársfjórðungslega og fjalla um helstu áhættuþætti og mögulega meðhöndlun þeirra. Stjórnendur og starfsmenn félagsins eru kallaðir fyrir nefndina eftir því sem tilefni er til.

Hlutverk nefndarinnar er meðal annarra eftirfarandi;

 • Að bera ábyrgð á og svara fyrir gagnsemi og virkni áhættustýringar
 • Að sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir stjórn fyrirtækisins, m.a. vegna áhættustefnu og áhættuvilja
 • Að fylgjast með og meta með reglulegu millibili árangur áhættustjórnunarinnar og gera þær breytingar á markmiðasetningu og framkvæmd sem nauðsynlegar kunna að vera
 • Að fara yfir mikilvægustu stefnur og gæðaskjöl fyrirtækisins tengt áhættustýringu
 • Að leggja til breytingar á skipulagi áhættustýringar til stjórnar gerist þess þörf
 • Að rýna helstu áhættuþætti og áhættuprófíl fyrirtækisins
 • Að rýna áhættuskýrslur áður en þær verða lagðar fyrir stjórn
 • Að rýna viðbragðsáætlanir
 • Að rýna og staðfesta starfslýsingu forstöðumanns áhættustýringar.

Stjórnin getur sent nefndinni hvert það mál til nánari skoðunar eða eftirfylgni er varðar áhættustýringu. Nefndin getur einnig átt frumkvæði að nánari skoðun eða eftirfylgni með hverjum þeim málum sem hún telur nauðsynlegt.

Nefndarmenn kjósa nefndinni formann. Formaður áhættunefndar ber megin ábyrgð á starfsemi nefndarinnar og skal stuðla að virkri þátttöku allra nefndarmanna. Að auki skal formaður m.a.::

 • Styðja framkvæmdastjóra sviða og forstjóra félagsins við framkvæmd áhættugreiningar, samræmir verklag og heldur utan um miðlæga áhættuskrá
 • Boða fundi áhættunefndar og efni þeirra
 • Bera ábyrgð á samskiptum nefndarinnar við endurskoðunarnefnd og stjórn
 • Bera árbyrgð á að veita stjórn og endurskoðunarnefnd félagsins upplýsingar um störf áhættunefndar að lágmarki árlega og dregur sérstaklega fram þá annmarka sem fram hafa komið við áhættustýringu og hvað gert hefur verið til að bæta úr þeim.

Áhættunefnd setur sér skriflegar vinnureglur.

Stjórn: Samkvæmt lögum ber stjórn ábyrgð á áhættustýringu félagsins. Stjórnin samþykkir m.a. stefnu og skipulag fyrirtækisins tengt áhættu og áhættuvilja með setningu áhættustefnu þessarar, sem yfirfarin og samþykkt er árlega. Stjórn felur áhættunefnd að framfylgja stefnunni í rekstri Skeljungs. Þá fær stjórn árlega upplýsingar um áhættuprófíl félagsins frá forstöðumanni áhættustýringar, störf áhættunefndar og um einstaka áhættuþætti þegar tilefni er til.

Endurskoðunarnefnd: Hefur eftirlit með að fyrirkomulag og virkni áhættustýringar sé í samræmi við áhættustefnu félagsins. Nefndin gefur stjórn álit á áhættumálum félagsins að lágmarki einu sinni á ári.

Framkvæmdastjórar og forstjóri: Bera ábyrgð á áhættuþáttum félagsins í samræmi við ábyrgðarsvið. Til þess að tryggja samkvæma og skilvirka meðhöndlun áhættu skrásetja þeir verkferla og vinnulýsingar tengdum áhættustýringu þar sem við á. Þá framkvæma þeir áhættugreiningu á starfsemi sem heyrir undir þeirra ábyrgðarsvið skrá niðurstöður þeirra miðlægt og gera áhættunefnd aðgengilegar. Áhættugreining félagsins fer fram með reglubundnum hætti og þegar áhættunefnd óskar.

Skipurit áhættustjórnunar

Neðangreint skipurit lýsir skiptingu hlutverka og ábyrgðar við áhættustýringu Skeljungs. Áhættuþættir teljast innri og ytri áhættuþætti eftir því hvort þeir eiga sér uppruna innan eða utan félagsins. Þannig eru t.a.m. áhættuþættir sem orsakast af mistökum starfsmanna innri áhættuþættir og þeir sem orsakast af laga- og reglubreytingum ytri áhættuþættir.

Áhættuvilji

Áhættuvilji endurspeglar hversu mikla áhættu félagið er tilbúið til að taka til þess að ná markmiðum sínum og getur því falið í sér mikilvægt sjónarmið við ákvarðanatöku í áhættustýringu félagsins. Áhættuvilji félagsins er almennt lítill sem lýsir sér til að mynda í að félagið stefnir að því að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Áhættuvilji félagsins er meiri á sviði markaðs- og vöruþróunar þar sem félagið tekur meðvitaða áhættu sem talið er að muni styðja við vöxt félagsins.

Staðfesting stjórnar

Stjórn Skeljungs,

Dagsetning:

 

Jón Diðrik Jónsson, formaður

 

Jens Meinhard Rasmussen

 

Gunn Ellefsen

Birna Ósk Einarsdóttir

 

Trausti Jónsson

 

 

 

                                                              

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3