Stefna

Umhverfisstefna

pdf icon

Skeljungur vinnur stöðugt að því að draga úr umhverfisáhrifum sem rekstur félagsins kann að hafa í för með sér.

Meðal annars með því að fylgjast með þróun og nýjungum í umhverfismálum og innleiða inn í reksturinn. Félagið hlítir lagalegum kröfum og reglugerðum er varða umhverfismál og gengur lengra eins og kostur er. Skeljungur hefur einsett sér að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi. Skeljungur kappkostar að:

  • Auka umhverfisvitund starfsmanna og samfélagsins alls.
  • Vernda og hlúa að umhverfinu.
  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
  • Nýta efni og orku skynsamlega.
  • Minnka myndun úrgangs.
  • Auka aðgengi að umbúðalausum lausnum.
  • Auka notkun og framboð á umhverfisvænum vörum, þ.m.t. endurnýjanlegum orkugjöfum

     

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3