Stefna

Mannréttindastefna

pdf icon

Skeljungur býr að því að starfa í landi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og réttindi fólks eru að miklu leyti lögbundinn. Skeljungur einsetur sér að uppfylla allar kröfur laga og reglna er snúa að mannréttindamálum og að félagið sé í fararbroddi á þessu sviði. Félagið fagnar fjölbreytileika í samfélaginu og á meðal starfsfólksins og samþykkir ekki mismunun, áreiti eða einelti af nokkru tagi. Metnaður félagsins er fyrir því að vinnustaðurinn sé öruggur í öllum skilningi.

Skeljungur leitast jafnframt við að tryggja að félagið eigi ekki í viðskiptum við aðila sem ekki virða mannréttindi. Skeljungur samþykkir ekki og stendur gegn nauðungarvinnu, mansali og barnaþrælkun.

Mannréttindastefna þessi nær til allrar starfsemi félagsins og er félagið með í gildi, því til stuðnings, meðal annars samfélagsábyrgðarstefnu, starfsmannastefnu, jafnréttisstefnu, umhverfisstefnu og öryggisstefnu, auk viðskipta- og siðareglna. Stefnur þessar skulu vera aðgengilegar á vefsíðu Skeljungs.

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3