Stefna

Stefna gegn spillingar- og mútumálum

pdf icon

Það er loforð Skeljungs til birgja, samstarfsaðila og viðskiptavina að stunda viðskipti af heiðarleika.

Við förum ávallt að lögum og reglum og almennum viðmiðum um siðferði í viðskiptum og fylgjum þeim reglum sem fyrirtækið setur á hverjum tíma. Við tökum hvorki við né greiðum neitt það sem flokkast getur undir mútur. Við eigum ekki viðskipti við aðila sem grunur leikur á að stundi peningaþvætti. Öll viðskipti Skeljungs hf. skulu tilgreind í reikningum fyrirtækisins í samræmi við viðurkenndar starfsreglur og háð endurskoðun. Við forðumst hagsmunaárekstra á milli eigin fjármála og viðskipta fyrirtækisins.

Til nánari útfærslu hefur Skeljungur sett sér viðskipta- og siðareglur. Þar er lögð áherslu á heiðarleika og sanngirni í viðskiptum og er gert ráð fyrir því sama af þeim sem fyrirtækið skiptir við. Reglurnar skulu vera aðgengilegar á vefsíðu Skeljungs. Stefna þessi skal vera aðgengileg á vefsíðu Skeljungs.

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3