Stefna

Gæðastefna

pdf icon

Stefna Skeljungs er að öll verkefni og þjónusta sem fyrirtækið annast standist gæðakröfur og -væntingar haghafa. 

Skeljungur leitast við að tryggja að viðskiptavinir félagsins fái örugga, góða og skilvirka þjónustu og viðmót sem einkennist af sanngirni, háttvísi og fagmennsku.Til þess að tryggja að gæðamarkmið Skeljungs náist mun félagið reka gæðakerfi sem:

  • inniheldur skipulagða ferla sem endurspegla starfssemina og tryggja hnökralaust flæði hennar.
  • tryggir viðbrögð við frávikum og leiðir til stöðugra umbóta.
  • uppfyllir kröfur sem settar eru fram samkvæmt lögum og reglugerðum.
  • uppfyllir kröfur um innra- og ytra eftirlit með rekstrinum
  • tryggir að fyrirtækið hafi ávallt á að skipa vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki sem sýni fagþekkingu, færni, metnað og frumkvæði við störf sín
  • stuðlar að ánægju og vellíðan starfsmanna í starfi, að þeir fái tækifæri til að afla sér nýrrar þekkingar og tileinka sér nýjar aðferðir til að miðla upplýsingum og þekkingu.
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3