Stefna

Starfsmannastefna

pdf icon

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind félagsins. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi.

Markmið Skeljungs er að hafa innanborð áhugasamt, hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi og tekur virkan þátt í að gera félagið sífellt betra. Skeljungur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og við viljum hafa á að skipa ánægðu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu á vörum félagsins og hefur ánægju af því að veita viðkiptavinum Skeljungs afburðarþjónustu.

Starfsumhverfi

Velliðan starfsmanna og starfsgeta í vinnunni er háð samspilum margra þátta, utan og innan vinnustaðarins. Skeljungur leitast við að bjóða starfsmönnum sínum upp á gott starfsumhverfi. Félagið reynir að stuðla að góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og virðing er borin fyrir fjölskylduaðstæðum starfsmanna. Stuðningur stjórnenda, hvatning og regluleg endurgjöf frá þeim er liður í að móta gott starfsumhverfi ásamt stuðningi starfsmanna sín á milli. Starfsmenn eru hvattir til uppbyggilegra samskipta, þar sem gagnkvæm virðing ríkir.

Skeljungur er jafnlaunavottað fyrirtæki.Fyllsta jafnréttis á milli kynja er gætt við launaákvarðanir. Nánari útfærslu á því má finna í jafnréttisstefnu félagsins en auk hennar er félagið með gildandi stefnu gegn einelti.

Fræðsla og þjálfun

Eitt helsta keppikefli Skeljungs er að starfsfólk sé öruggt við vinnu sína og leggur félagið því áherslu á námskeið sem stuðla að öryggi á vinnustað. Meðferð orkugjafa er vandmeðfarin og nýjir starfsmenn sem að því koma skulu undantekningarlaust fá markvissa nýliðaþjálfun.

Að auki býður félagið starfsfólki upp á önnur námskeið sem tryggja nauðsynlega þekkingu starfsmanna í starfi og fræðslu sem stuðla skal að framförum í starfi. Stjórnendur skulu vera vakandi yfir fræðsluþörf starfsmanna, sem skal metin í reglulegum starfsmannasamtölum.

Heilsusufar

Skeljungur hvetur starfsfólk sitt til heilsusamlegs lífernis, jafnt líkamlegs sem andlegs. Starfsmenn skulu geta sótt sér fjárstyrk vegna íþrótta eða annars er tengist heilsueflingu. Skeljungur býður starfsfólki sínu upp á heilsufarsmælingar og sjúkdómavarnir. Reglulega eru í boði fyrirlestrar eða aðrar uppákomur þar sem hreyfing, hollusta eða andlega vellíðan er höfð í fyrirrúmi. 

Ef starfsmenn lenda í slysi og þurfa að sækja rétt sinn þá mun Skeljungur aðstoða þá eins og kostur er og heimildir leyfa

Fjölbreytileiki

Að mati félagsins leiðir fjölbreytileiki í hæfni og sjónarmiðum stjórnenda og starfsmanna til betri skilnings á félaginu og málefnum þess. Hann gerir stjórnendum og starfsmönnum betur kleift að skora á hólm viðteknar skoðanir og ákvarðanir og auðveldar hugmyndum um nýjungar að fá þann meðbyr sem nauðsynlegur kann að vera. Fjölbreytileikinn eykur jafnframt yfirsýn stjórnenda og styður þannig farsæla stjórnun félagsins.

Skeljungur starfrækir tilnefningarnefnd, sem hefur það að skráðu markmiði og aðalstarfi að tryggja að stjórn félagsins hafi yfir að búa breidd í hæfni, reynslu og þekkingu. Félagið hefur einnig sett sér jafnréttis- og eineltisstefnu, sem unnar eru greiningar og aðgerðaráætlanir út frá. Auglýsingar um störf hjá félaginu skulu ekki vera kynjamiðaðar og við ráðningar skal litið til kynjahlutfalla. Starfstengdar ákvarðanir skulu byggðar á viðeigandi hæfni, verðleikum, frammistöðu og öðrum starfstengdum þáttum. Félagið mun ekki sætta sig við mismunun. Það er jafnframt hlutverk starfsmanna að bera virðingu fyrir hverjum og einum, sem og ólíkum sjónarmiðum og að skilja það verðmæti sem fólgið er í fjölbreytileikanum.

Starfsmannastefna þessi, sem og jafnréttis- og eineltisstefna félagsins, skulu vera aðgengilegar á vefsíðu Skeljungs .

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3