Stefna

Jafnréttisstefna Skeljungs

pdf icon

Jafnrétti, þar sem hæfni og frammistaða ræður för, er órofa hluti af menningu fyrirtækisins. Mismunun er ekki liðin.

starfsfólk Skeljungs á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu. Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin eða kynferðisleg áreitni áreitni verður ekki liðin. Hjá félaginu er í gildi viðbragðsáætlun komi til slíkra kringumstæðna. Stjórnendum ber skylda til að skapa vinnuskilyrði sem bjóða ekki upp á einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundna eða kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Að sama skapi ber stjórnendum skylda til að taka rétt á málum ef þau koma upp og fylgja verklagsreglum um úrvinnslu slíkra mála í einu og öllu.

Skeljungi er í gildi jafnréttisáætlun, í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja jafnrétti kynjanna og að allir hafi jöfn tækifæri til að nýta hæfileika sína og krafta í starfi óháð kyni. Áætlunin tekur til launa, starfsþróunar, samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni. Unnin skal árlega greining og aðgerðaáætlun úr frá jafnréttisáætluninni.

Við ákvörðun launa skal gæta að ekki sé mismunað vegna kyns. Starfsmönnum á að greiða jöfn laun fyrir sömu störf og jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun séu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðunum skulu ekki fela í sér kynjamismunun. Það gildir jafnt um frammistöðu í starfi og önnur áunnin réttindi.

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3