Stjórnarhættir

Profile Image

Jón Diðrik Jónsson, Stjórnarformaður

Jón Diðrik Jónsson er einn af eigendum Senu ehf. auk þess að vera stjórnarformaður félagsins. Á árunum 2005-2007 var hann framkvæmdarstjóri hjá Glitni en þar áður var hann forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar frá miðju ári 2001. Milli 1990 og 2001 starfaði Jón Diðrik í stjórnunarstöðum hjá The Coca-Cola Company víðs vegar um heiminn. Jón Diðrik er með MBA gráðu frá Thunderbird School of Management og OPM gráðu frá Harvard.

 

Profile Image

Birna Ósk Einarsdóttir, Meðstjórnandi

Birna Ósk Einarsdóttir er framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs Icelandair. Áður var hún framkvæmdastjóri yfir sölu- og þjónustusviði Símans en einnig stýrði hún einstaklingssviði Símans um skeið. Birna situr í stjórn Gildis lífeyrissjóðs. Birna er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá HR og BS gráðu í viðskiptafræði frá HÍ.

 

Profile Image

Gunn Ellefsen, Meðstjórnandi

Gunn Ellefsen er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Advokatfelagið við Strond 4 í Færeyjum og hefur umfangsmikla reynslu á því sviði. Gunn hefur lokið lögmannsprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn.

 

Profile Image

Jens Meinhard Rasmussen, Meðstjórnandi

Jens Meinhard Rasmussen er framkvæmdastjóri Skanski Offshore, sem er þjónustufyrirtæki við gas- og olíuskip. Jens Meinhard er með Cand. jur. gráðu frá Háskólanum í Kaupmannahöfn, auk þess að vera með skipstjórapróf frá Føroya Sjómansskúli. Jens Meinhard er stjórnarformaður Smyril-Line og Reiðarafelagið fyri farmaskip, auk þess sem hann situr í stjórn Magn

 

Baldur Már Helgason, Meðstjórnandi

Baldur Már Helgason er framkvæmdastjóri Eyju, fjárfestingarfélags. Áður var hann framkvæmdastjóri hjá veitingastaðnum Gló og þar áður sjóðs- og fjárfestingastjóri hjá Virðingu. Baldur hefur umfangsmikla reynslu af stjórnarstörfum. Í dag situr Baldur í stjórn fjölmargra veitingastaða hérlendis sem erlendis fyrir hönd Eyju, auk þess að sitja í varastjórn Vodafone. Baldur hefur gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfamiðlun

Hluthafar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri og lagt spurningar fyrir stjórn með því að senda tölvupóst á póstfangið fjarfestar(hjá)skeljungur.is.

Profile Image

Forstjóri

Hendrik Egholm

Hendrik Egholm er forstjóri Skeljungs. Hann var áður forstjóri Magn í Færeyjum frá því í október 2007. Hendrik tók við stöðuforstjóra Skeljungs 1. október 2017. Áður starfaði Hendrik hjá Smyril Line og VELUX þar ytra.

Hendrik hefur M.Sc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Profile Image

Már Erlingsson

Aðstoðarforstjóri

Már Erlingsson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Skeljungi. Áður var hann framkvæmdastjóri Innkaupasviðs Skeljungs og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2006. Áður en Már kom til Skeljungs hafði hann gegnt stöðu Sveitastjóra á Tálknafirði. Már hefur MSc gráðu í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn.

Profile Image

Ingunn Agnes Kro

Framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs

Ingunn Agnes Kro er framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs Skeljungs. Ingunn Agnes hóf störf hjá Skeljungi árið 2009 og starfaði sem aðallögfræðingur félagsins þar til í október 2017. Fram að því hafði hún jafnframt gengt stöðu regluvarðar frá skráningu félagsins í desember 2016. Áður starfaði Ingunn sem aðjúnkt í Háskóla Íslands og hjá Landslögum lögfræðistofu. Ingunn Agnes hefur B.A og M.A. próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Profile Image

Benedikt Ólafsson

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Benedikt Ólafsson er framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skeljungi. Benedikt hóf störf hjá Skeljungi árið 2016. Áður hafði hann gegnt starfi sem forstöðumarður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni og var sjóðsstjóri framtakssjóðanna SÍA I og Sía II. Benedikt starfaði hjá Stefni og Arion banka frá árinu 2004. Benedikt er B.SC. viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Profile Image

Þórður Guðjónsson

Framkvæmdarstjóri sölusviðs

Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs. Þórður var áður forstöðumaður viðskiptastýringar og sölu hjá fyrirtækjaþjónustu Símans frá árinu 2014. Áður gegndi hann stöðu viðskiptastjóra lykilviðskiptavina Símans. Þórður var jafnframt knattspyrnu- og framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA um árabil. Þórður er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, frá árinu 2010, auk þess sem hann hefur lokið námi í markþjálfun. Þá hefur Þórður verið virkur í félagsstörfum fyrir Akraneskaupstað.

 

Framkvæmdastjórn Magn

Profile Image

Johnni Poulsen

Framkvæmdastjóri Magn í Færeyjum

Johnni Poulsen er Framkvæmdastjóri  Magn í Færeyjum. Johnni starfað sem fjármálastjóri frá maí 2006 þar til í október 2017, er hann tók við núverandi stöðu. Áður starfaði hann hjá Strandfaraskip Landsins þar ytra sem fjármálastjóri. Johnni hefur M.Sc. gráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

 

 

 

Endurskoðunarnefnd

 Starfsreglur
Markmið endurskoðunarnefndar er að leitast við að tryggja gæði ársreikninga og annarra fjármálaupplýsinga félagsins og óhæði endurskoðenda þess. Endurskoðunarnefnd skal starfa samkvæmt íslenskum lögum og reglum og góðum stjórnarháttum. Endurskoðunarnefnd ber að fara yfir  og meta gæði fjárhagslegra upplýsinga og fyrirkomulag upplýsingagjafar frá stjórnendum og endurskoðendum. Nefndin skal fara yfir að þær upplýsingar sem stjórnin fær um rekstur, stöðu og framtíðarhorfur félagsins séu áreiðanlegar og gefi sem gleggsta mynd af stöðu félagsins á hverjum tíma.

Hlutverk endurskoðunarnefndar er jafnframt eftirfarandi: 

  1. að hafa eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila 
  2. að hafa eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits félagsins, áhættustýringu og annarra eftirlitsaðgerða
  3. að hafa eftirlit með og yfirfara endurskoðun ársreikninga, samstæðureikninga og annarra fjárhagsupplýsinga félagsins
  4. að setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki
  5. að meta óhæði endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis og hafa eftirlit með öðrum störfum endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis
Endurskoðunarnefnd er undirnefnd stjórnar og er hún skipuð af stjórn í samræmi við IX.kafla A laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Nefndin skal skipuð til eins árs í senn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Í henni skulu sitja eigi færri en þrír nefndarmenn. 
Endurskoðunarnefnd Skeljungs hf. skipa:

Helena Hilmarsdóttir
Baldur Már Helgason
Jens Meinhard Rasmussen
Endurskoðandi Skeljungs hf. er KPMG.

 
 

Starfskjaranefnd 
 Starfsreglur

Markmið starfskjaranefndar er að auka skilvirkni, skerpa á verklagi og efla starfshætti stjórnar er snúa að starfskjörum innan félagsins. Starfskjaranefnd gerir tillögu til stjórnar að starfskjarastefnu félagsins, út frá 79. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995 og öðrum lögum og reglum og leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands.

Starfskjaranefnd skal skipuð þremur einstaklingum og skal meirihluti nefndarinnar vera óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess, samkvæmt skilgreiningu í leiðbeiningum Viðskipta Þó getur nefndin verið skipuð tveimur mönnum en þá skulu þeir báðir vera óháðir félaginu. Nefndin skal skipuð til eins árs í senn á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Starfskjaranefnd Skeljungs hf. skipa:

Jón Diðrik Jónsson
Birna Ósk Einarsdóttir

 
 

Tilnefningarnefnd

 
 Starfsreglur

Markmið með skipun tilnefningarnefndar er að koma á gagnsæju og skýru fyrirkomulagi tilnefninga stjórnarmanna á aðalfundi félagsins, sem m.a. skapar hluthöfum þess forendur fyrir upplýstri ákvarðanatöku. Tilnefningarnefnd hefur ráðgefandi hlutverk við val á stjórnarmönnum og leggur tillögur þess efnis fyrir aðalfund. Við framkvæmd starfa sinna skal tilnefningarnefnd taka mið af heildarhagsmunum hluthafa félagsins. Nefndarmenn skulu kosnir til eins árs í senn.
Tvo nefndarmenn skal hluthafafundur kjósa en nýkjörin stjórn félagsins skal skipa einn úr stjórn í nefndina í kjölfar hluthafafundar. Fyrirkomulag samþykkta um kosningu stjórnarmanna, og um framkvæmd kosningar, skal gilda um kosningu nefndarmannanna tveggja í tilnefningarnefnd.

Tilnefningarnefnd Skeljungs hf.  skipa: 
Jens Meinhard Jónsson
Katrín Óladóttir
Trausti Fannar Valsson
Hluthafar geta sent tillögur að stjórnarmönnum eða aðrar athugasemdir varðandi stjórn félagsins á póstfangið tilnefningarnefnd@skeljungur.is
Framboð til stjórnar skulu jafnframt send á framangreint póstfang.
Vegna eðlis og umfangs starfa nefndarinnar þurfa tillögur og framboð að berast nefndinni eigi síðar en tveimur vikum fyrir fund þar sem kosið er til stjórnar, til þess að nefndin geti lagt mat á tilvonandi stjórnarmenn.
Allar tillögur og framboð sem berast skemmst fimm dögum fyrir hluthafafund eru þó fullgild.
Í tilnefningu eða framboðstilkynningu skal gefa upplýsingar um nafn viðkomandi, kennitölu og heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. Sjá nánar eyðublöð hér að neðan.
  - Framboðseyðublað
 - Form for candidates for BOD

 
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3