Samfélagsábyrgð

Skeljungur er fjölorkufélag með langa og farsæla sögu sem mætir orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman hátt í sátt við umhverfið. Með stefnu um samfélagsábyrgð leitast Skeljungur við að flétta efnahags-, samfélags- og umhverfismál við almenna starfshætti félagsins. Skeljungur vill með þeim hætti tryggja ávinning af sínum rekstri fyrir haghafa. Skeljungur leitast við að vera traustur samfélagsþegn sem sýnir ábyrga hegðun gagnvart nærsamfélaginu með gegnsæi í allri sinni upplýsingagjöf.

Markmið Skeljungs er að mannauður félagsins sé skipaður af ánægðu og hæfu starfsfólki sem býr yfir færni og þekkingu til að takast á við störf sín með skýrum ferlum og öguðum vinnubrögðum. Starfsfólk Skeljungs tekur þátt í að móta og bæta starfsemina og starfar í anda jafnræðis og jafnréttis.

Með skilvirkni, áreiðanleika og atorku að leiðarljósi hefur Skeljungur byggt upp sterka innviði og trausta liðsheild þar sem þjónusta við viðskiptavini er í fyrirrúmi. Skeljungur leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á skýra valkosti og góða þjónustu. Skeljungur sýnir viðskiptavinum sínum virðingu og traust. Hjá Skeljungi hlustum við á viðskiptavininn og viljum af honum læra. Okkar einkunnarorð eru að það á að vera einfalt og þægilegt að eiga viðskipti við Skeljung.

Skeljungur hefur sanngirni að leiðarljósi í samskiptum við samstarfsaðila og birgja fyrirtækisins og leggjum áherslu á að báðir aðilar njóti góðs af samstarfinu. Skeljungur gerir ráð fyrir að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með því grundvallarsjónarmiðum og hefur það áhrif á val félagsins á samstarfsaðilum

Skeljungur vinnur á kerfisbundinn hátt að málum sem snerta hollustuhætti, öryggi og umhverfisvernd. Skeljungur og starfsfólk Skeljungs stefnir að stöðugt bættum árangri á þessu sviði. Félagið leggur ríka áherslu á að allar lagalegar skyldur hvað þessi mál varðar séu uppfylltar. Skeljungur býður viðskiptavinum upp á umhverfisvæna valkosti og takmarkar eins og hægt er áhrif starfseminnar á umhverfið.

Skeljungur lítur það á skyldu sína gagnvart samfélaginu að takmarka eins og mögulegt er neikvætt fótspor félagsins. Á sama tíma leitast félagið við að hámarka jákvæð áhrif sín til samfélagsins og skapa þannig sameiginlegt virði fyrir fyrirtækið sjálft, samfélagið og umhverfið. Eitt brýnasta samfélagsverkefni þessarar kynslóðar er loftslagsvandinn. Skeljungur hefur ákveðið að nýta alla krafta sína til að styðja við málefni er snúa beint að loftlagsmálum.
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3