Samfélagsábyrgð

Samfélagslegábyrgð

Skeljungur er fjölorkufyrirtæki með langa og farsæla sögu sem mætir orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman hátt í sátt við umhverfið. Skeljungur hefur markað sér stefnu í samfélagslegri ábyrgð sem byggir á fimm megin stoðum: Þær stoðir eru: Mannauður, Viðskiptavinurinn, Samstarfsaðilar og birgjar, Umhverfi og Samfélag.
 
Samfélagsábyrgð Skeljungs - 

 

Markmið Skeljungs er að mannauður félagsins sé skipaður af ánægðu og hæfu starfsfólki sem býr yfir færni og þekkingu til að takast á við störf sín með skýrum ferlum og öguðum vinnubrögðum. <br/>Starfsfólk Skeljungs tekur þátt í að móta og bæta starfsemina og starfar í anda jafnræðis og jafnréttis.

Skeljungur leggur áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á skýra valkosti og góða þjónustu. Skeljungur sýnir viðskiptavinum sínum virðingu og traust. <br/>Hjá Skeljungi hlustum við á viðskiptavininn og viljum af honum læra. <br/>Okkar einkunnarorð eru að það á að vera einfalt og þægilegt að eiga viðskipti við Skeljung

Skeljungur hefur sanngirni að leiðarljósi í samskiptum við samstarfsaðila og birgja fyrirtækisins og leggjum áherslu á að báðir aðilar njóti góðs af samstarfinu. <br/>Við gerum ráð fyrir að samstarfsaðilar fyrirtækisins deili með okkur grundvallarsjónarmiðum og hefur það áhrif á val okkar á samstarfsaðilum

Skeljungur býður viðskiptavinum upp á umhverfisvæna valkosti og takmarkar eins og hægt er áhrif starfseminnar á umhverfið. <br/>Starfsstöðvar Skeljungs uppfylla ávalt gildandi lög og reglugerðir í umhverfismálum. Öryggi og áreiðanleiki er haft að leiðarljósi í allri starfsemi Skeljungs.

Skeljungur styrkir og styður verkefni sem stuðla að uppbyggingu fyrir land og þjóð. Skeljungur ber ábyrgðina með viðskiptavinum sínum og samstarfsaðilum. Skeljungur styrkir fjölmörg íþróttafélög, líknarfélög og menningarstarf. <br/>Megin áhersla styrktarverkefna Skeljungs eru verkefni sem snúa að uppbyggingu ungmennastarfs. <br/>Skeljungur styrkir ekki málefni eða viðburði sem tengjast áfengi, tóbaki pólitík eða trúmálum.
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3