FRÉTTIR

06.12.2018

Í vikunni afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar.

Í vikunni afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar (Bleika slaufan)
Í ár söfnuðust samtals 1.000.000 kr. Við erum endalaust stolt af tólf ára farsælu samstarfi við þetta verðuga málefni og erum hvergi nærri hætt.

Upphæðin safnaðist í með Ofurdegi þann 12. Október ásamt lyklasamstarfinu með Orkulykil Bleiku slaufunnar.   Þær Sigríður Sólan, Halla Þorvaldsdóttir og Kolbrún Silja frá Krabbameinsfélaginu komu til okkar og tóku á móti viðurkenningarskjali og blómvendi frá okkur.

Við viljum þakka öllum viðskiptavinum Orkunnar sem sýndu lit og tóku þátt í stuðningnum við þennan góða málstað.

Fréttasafn

Myndir með frétt

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3