FRÉTTIR

29.11.2019

Skeljungur styttir vinnuvikuna

Skeljungur hf. hefur gengið að samkomulagi við starfsfólk sitt vegna styttingu vinnuvikunnar eins og samið var um í síðustu kjarasamningum félagsmanna VR. Lagt var af stað með að starfsmaðurinn yrði þess áskynja að vinnuvikan styttist. Samkomulag hefur því náðst á milli Skeljungs og þeirra starfsmanna sem eru í VR að vinnutími þeirra styttist um 45 mínútur á föstudögum. Þetta samkomulag nær til 1/3 starfsmanna félagsins.  Til þess að hægt sé að verða við því mun Skeljungur breyta opnunartíma sínum í þjónustuverinu og mun það loka kl: 15:15 á föstudögum frá og með 01.01.2020.

 

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs:

Skeljungur leitast stöðugt eftir að bjóða starfsfólki gott starfsumhverfi sem og gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við fögnum því að hafa fundið lausn sem mun auka vægi þessa mikilvæga þáttar í starfsmannastefnunni okkar.

Fréttasafn
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3