Frétt

14.09.2018

verðugur bíltúr í upphafi vikunnar í þágu verkefnis fyrir Votlendissjóðinn.

Þó dreifing olíu til þeirra sem ferðast og framkvæma sé daglegt brauð hjá okkur í Skeljungi megum við til með að segja ykkur frá verðugum bíltúr í upphafi vikunnar í þágu verkefnis fyrir Votlendissjóðinn.

Sigurbjörn Hjaltason, bóndi að Kiðafelli í Kjós, gaf sér í 60 ára afmælisgjöf að endurheimta votlendi á jörðinni sinni. Þannig stöðvast losun á um 120 tonnum af koltvísýring árlega. Þetta framtak Sigurbjörns stöðvar ígildi losunar því sem samsvarar þrjátíu bifreiðum ár hvert. Verkefnið er unnið í samstarfi við Votlendissjóðinn og Landgræðslu ríkisins sem tók svæðið út og lagði línurnar um endurheimtina.

Við hjá Skeljungi erum gríðarlega stolt af aðkomu okkar að verkefninu, bæði sem einn af stofnaðilum Votlendissjóðsins en ekki síður í formi afslátta af eldsneyti til þeirra jarðeiganda sem leggja í þá vinnu sem endurheimt votlendisins er. Á Íslandi telur framræst votlendi um 2/3 af allri þekktri losun gróðurhúsalofttegunda en Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að stuðla að stórfelldri endurheimt votlendis á Íslandi.

Votlendissjóðurinn gefur einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum kost á að sýna í verki samfélagslega ábyrgð í loftslagsmálum.

Fréttasafn

Myndir með frétt

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3