Frétt

08.09.2017

Orkan styrkir Á allra vörum

Við erum svo ofboðslega stolt af nýja samstarfsverkefninu okkar við Á allra vörum, en Skeljungur hefur skrifað undir styrktarsamstarf við söfnunarátakið. Í ár rennur allur styrkurinn til Kvennaathvarfsins og mun styrkurinn fara í það að byggja íbúðir fyrir þá skjólstæðinga Kvennaathvarfsins sem eiga ekki í nein hús að vernda.
Samstarfið er í formi lyklasamstarfs og er eitt af fjölmörgum verkefnum er heyra undir samfélagslega ábyrgð félagsins, þar sem Skeljungur og Orkan ásamt viðskiptavinum láta gott af sér leiða. Hér má sjá auglýsingu Á allra vörum fyrir verkefnið 2017: https://www.youtube.com/watch?v=F3N7Mw6d0uo og hér sækir þú um Á allra vörum Orkulykilinn: https://www.orkan.is/umsoknir-hopa/orkulykill-kort/…

Fréttasafn
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3