Frétt

19.01.2017

Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar Skeljungs.

Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar Skeljungs.


Fyrirhugað er að aðalfundur Skeljungs verði haldinn þann 16. mars nk. Tilnefningarnefnd Skeljungs óskar þess allra vinsamlegast að framboð berist nefndinni ekki síðar en 13. febrúar, til þess að henni gefist færi á að meta framboðin nægilega vel. Lokafrestur til framboðs er fimm dögum fyrir aðalfund en nefndin mun ekki geta lagt mat á framboð sem koma síðar en tveimur vikum fyrir fundinn. Geta slík framboð því ekki verið hluti af tillögu nefndarinnar um stjórn til aðalfundar. Endanleg ákvörðun um stjórnarsetu er tekin af hluthöfunum sjálfum, á aðalfundi.

Hægt er að senda framboð með tölvupósti á tilnefningarnefnd@skeljungur.is, eða bréfleiðis til skrifstofu Skeljungs, merkt tilnefningarnefnd.

Meðfylgjandi er eyðublað með þeim upplýsingum sem fram þurfa að koma um frambjóðendur.

Framboðseyðublað
Form for candidates for BOD

Fréttasafn
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3