Viðskiptakort

 

Viðskiptakortið er eingöngu ætlað fyrirtækjum. Viðskiptakort eru reikningsviðskipti þar sem úttektir eru greiddar einu sinni í mánuði.

  

Ódýrari leið

Viðskiptakortið veitir aðgang að eldsneyti á bensínstöðvum Skeljungs og Orkunnar um land allt á afsláttarkjörum. Að auki getur það greitt fyrir almennar vöruúttektir. Það gerir síðan eldsneytiskaupin enn fljótlegri í meðförum, að kortið er einfaldlega borið upp að dælunema, sem les kortaupplýsingarnar á sekúndubroti og opnar viðkomandi dælu um leið. Vinsamlegast athugið að kortið veitir ekki afslátt á X-stöðvum Orkunnar.
  

Sveigjanlegt í notkun

Fjölbreyttir möguleikar gefa hverju fyrirtæki kost á að haga notkun Viðskiptakortsins eftir þörfum. Kort getur verið skráð á ákveðinn starfsmann og getur hann þá einn tekið út á það. Þá er hægt að skrá kort á bílnúmer og geta þá allir ökumenn þeirrar bifreiðar tekið út á kortið, svo að dæmi séu nefnd, auk þess sem auðveldlega má stjórna fyrir hvaða vöruflokka kortið gildir.
  

Fljótlegri og þægilegri leið

Þjónustuvefur Viðskiptakortsins heldur öllum kortaupplýsingum aðgengilegum, sem flýtir fyrir bókhaldi og einfaldar framtalsgerð. Fjölbreyttir möguleikar gerir hverju fyrirtæki jafnframt kleift að haga notkun Viðskiptakortsins eftir þörfum. Á þjónustuvef Skeljungs er hægt að vakta notkun kortanna og fá tilkynningar ef kortið nálgast hámarksúttekt.
  

PIN-númer

PIN-númer er valkvætt: Þú ræður hvort kortið hafi PIN númer og einnig hvert PIN-númerið er. Ekki er þó hægt að bæta við PIN-númeri eftir að kortið er gefið út, heldur þarf þá að fá nýtt kort.
  

Sæktu um núna

Umsóknir um Viðskiptakort Skeljungs eru hér.
  

Tapað kort

Tapist Viðskiptakort skal tilkynna það tafarlaust í síma 444 3000 eða 444 3024 utan afgreiðslutíma.
  

Samstarfsfyrirtæki

Ýmis samstarfsfyrirtæki Skeljungs bjóða Viðskiptakorthöfum upp á sérstök afsláttarkjör gegn framvísun kortsins. Korthafar fá einnig 15% afslátt af smurþjónustu á smurstöðvum Skeljungs í Skógarhlíð og á Laugavegi. 
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3