Smurfeiti fyrir ökutæki

Smurfeiti er samsett úr jarðefna- eða synþetískri smurolíu (85-90%), þykktarefni og ýmsum mismunandi bætiefnum.

Notkunareiginleikar smurfeitinnar ákvarðast að miklu leyti af gerð þykktarefnis, seigju smurolíunnar og bætiefnunum. T.d. eru þunnar olíur með lágt storknunarmark notaðar í köldu umhverfi. Í feiti fyrir mikið álag eru notaðar þykkari olíur til að fá sterkari smurfilmu. Synþetískar olíur eru hafðar í smurfeiti fyrir erfiðustu aðstæður eins og við sérlega háan eða lágan vinnuhita. Smurfeiti með vítt notkunarsvið kallast oft alhliða feiti eða "multi purpose" feiti.

Til að bæta slitvarnareiginleika feitinnar er hún oft blönduð með slitvarnar- eða EP-/háþrýsti-bætiefnum, ryðvarnar-bætiefnum súrnunarvörn sem lengir endingartíma feitinnar í feitifylltum kúlu-/keflalegum. Fyrir liði, bolta og undirvagnssmurning á vörubílum og vinnuvélum er oft sett viðloðunarbætiefni í feitina til að halda henni á smurstaðnum við mikinn þrýsting og höggálag. Einnig í sumum tilvikum molybdendísúlfíð sem auka smurbætiefni.

Rétt er að hafa í huga að sérstaklega viðloðandi feiti fyrir mikið þrýsti- og höggálag (undirvargnsfeiti) hæfir ekki til að smyrja hraðgengar kúlu- og keflalegur eins og t.d. hjólalegur eða hjöruliði.

Þykkt feitinnar, stífleiki, er allt frá að vera hálffljótandi upp í fast og er táknuð með NLGI-tölu (National Lubricating Grease Institute). Stífleikinn 000 er fyrir mýkstu feitina (næstum fljótandi) og verður þykkari, eða fastari, með hækkandi tölu: NLGI 00, 0, 1, 2, 3, 4, 5 og 6, þar sem NLGI 6 er fyrir fast form (eins og gráðaostur). Fyrir venjulega legusmurningu er yfirleitt notuð þykktin 2. Í smurkerfi eru oft valdar mýkri feitirnar, 0 og 00, vegna auðveldari dælingar en stífari feiti. Hér finnur nánari lýsingu á einstaka tegundum smurfeitis
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3