Sjálfskiptingarolía

Réttir viðnámseiginleikar

Sjálfskiptingin gerir miklar kröfur til olíunnar, bæði sem tengslisvökva til að yfirfæra vélaraflið, vökvakerfaolíu til gírskiptingar og sem smurolíu í skiptingunni. Olían verður að vera léttrennandi við gangsetningu í kulda til að tryggja auðvelda gírskiptingu. Jafnframt verður hún að vera efnafræðilega stöðug og þola háan hita í langan tíma án þess að efnasambönd hennar brotni niður og olían tapi eiginleikum sínum.

Sérstök krafa sem sjálfskiptiolían verður að uppfylla er um rétta viðnámseiginleika ("núningseiginleika") í diskakúplingum og bremsureimum. Ef olían veitir of mikið viðnám (er of "þurr") þegar kúplast saman við gírskiptingu, verður tengingin of skörp með hörðu viðbragði og miklu höggálagi í gírkassanum. Ef olían veitir of lítið viðnám (er of "hál") verður tengitíminn of langur þannig að kúplingin snuðar, hitnar og slitnar, eða gírskiptingin sjálf gengur illa. Af þessum ástæðum verður olían að hafa viðnámseiginleika sem hæfa sjálfskiptingunni.

Sjálfskiptingaolíur eru oft nefndar "ATF olíur" (Automatic Transmission Fluid). Olíurnar eru venjulega rauðar á litinn. 


HeitiLýsingGæðastaðlarSAE þykktSeigja 40°Cmm2-s 100°CSeigju-talaRennslis mark
Spirax S1 ATF TASA (hét áður Donax TM)Fjölhæf olía fyrir sjálfskiptingar, vökvaskiptingar og vökvakerfi í bílum og vinnuvélum.GM ATF Type A, Allison C-4, MB 236,2407,5157-42
Spirax S4 ATF 3403 (hét áður ATF 3403-M 115)Synþetísk sjálfskiptingaolía sérstaklega þróuð fyrir Mercedes Benz. W5A 580 / FAG, A-Class og VaneoMercedes Bens 236.10.337,2195-51
X- ATF XSSynþetísk sjálfskiptiolía þróuð með nýjustu tækni sem þekkist við sjálfskiptiolíur og notast þar sem krafist er GM Dexron II. Ætluð fyrir sjálfskiptingar/gírkassa í stærri farartækjum eins og rútum og vörubílum. Þolir vel háan hita og mikið álag, vinnur gegn sliti og freyðingu. Gefinn upp fyrir lága olíuskiptatíðni. Ekki lagervara.Voith 55.6335.30 (G607) og Voith 55.6335.30 (G1363), ZF TE-ML 9X, 14C, 16M B 236.8, Ford Mercon V, Dexron IIE Ford M2C 138-CJ/166H, Ford Mercon, GM Allison C4337,4201-51
Spirax S1 ATF F (hét áður Donax TF)Rauð olía fyrir sjálfskiptingar, vökvaskiptingar og vökvakerfi í bílum og vinnuvélum. Sérstaklega ætluð bílum, vinnuvélum, loftpressum og öðrum iðnaðarvélum.Ford ESW-M2C 33F/G39,98,4180-42
Spirax S2 ATF AX (hét áður Donax TA)Sjálfskiptiolía fyrir fólks- og vörubíla, vökvaskiptingar, vökvastýri og ýmis vökvakerfi í bílum, vinnuvélum og skipum. Olían er rauðlituð og hentar þar sem Allison C-4 er krafist.Ford: Mercon Mercedes Benz: 236.5, 236.6. ZF TE-ML: 03D,04D, 09, 11A,14A, 17C. VOITH: 55.6335. MAN:339 Z1 OG V1.34,67,1174-45
Spirax S4 ATF HDX (hét áður Donax TX)Alsynþetísk olía, rauðlituð, fyrir sjálfskiptingar, vökvastýri og ýmis vökvakerfi. Olían hefur afburða góða rennsliseiginleika, stenst mikið álag og háan hita, ver gegn tæringu og sliti.GM Dexron IIIG, Ford Mercon, Allison C-4, MB 236.9, ZF TE-ML, 04D,09- 14B,-16L- 17C, Voith 55.6336 (ex G1363), MB 236.9, ZF TE-ML 03D, 04D, 14B, 16L, 17C, MAN 339 Z2 og V2.33,27,2189-48
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3