Mótorolía fyrir þyngri faratæki

Olíur sem standast meiri kröfur

Aflmiklar díselvélar, með forþjöppu, í rútum, vörubílum og vinnuvélum ganga venjulega við aðrar aðstæður, þ.e hærri vinnuhita og lengri tíma milli olíuskipta heldur en vélin í fólksbílum. Þess vegna þarf smurrolían að uppfylla aðrar kröfur en smurolían á bensín- og díselvélum í minni farartækjum.

Þekkt vandamál í stærri díselvélum, með forþjöppu, er tilhneigingin til háhita-koksmyndunar á efri hluta stimplanna. Þessar koksútfellingar geta orsakað strokkslit ("slífaslípun") sem leiðir til aukinnar olíunotkunar og styttri endingartíma slífa. Smurolían fyrir þyngri fartæki er sérstaklega hönnuð til þess að fást við þetta vandamál, að koma í veg fyrir koksmyndun og þann skaða sem henni fylgir. Þess vegna er efnasamsetning hennar ekki hentug fyrir bensín- eða díselvélar í minni faratækjum.

Þar sem olíuskiptatíðni er yfirleitt lág í þyngri fartækjum (sem nú er > 100.000 km fyrir rútur og vörubíla), verður smurolían einnig að geta leyst upp og tekið í sig meira af sóti og öðrum brunaúrgangi heldur en önnur smurolía.

Smurolía fyrir stærri díselvélar verður þar af leiðandi að vera sérstaklega hönnuð til þess að hindra koksmyndun á stimplunum, þola háan hita í langan tíma, endast lengi ásamt því að geta innihaldið mikið af sóti og öðrum brunaúrgangi vegna hinnar lágu olíuskiptatíðni.

SHELL RIMULA fyrir díselvélar

Shell Rimula er fjölskyldunafnið á smurolíu fyrir fjórgengisvélar með afgasforþjöppu (túrbó) í þyngri fartækjum eins og rútum, vörubílum og vinnuvélum, þróuðum af fremsta smurefnaframleiðanda heims, sem er leiðandi í rannsóknum, þróun og tækni. Að baki liggja umfangsmiklar prófanir við allar kringumstæður, allt frá heimskautakulda til brennandi eyðimerkurhita.

HeitiLýsingGæðastaðlarSAE þykktSeigja 40°Cmm2-s 100°CSeigju-talaRennslis mark
Rimula R 5 E, 10W-40 (hét áður Rimula Super FE)Hálfsynþetísk gæða smurolía fyrir nútíma dieselvélar, veitir góða slitvörn, stenst kröfu um lága smurolíuskiptatíðni, mikill hreinsieiginleiki gegn sóti. Smurolían gefur betra start í kulda og stuðlar að eldsneytissparnaði (E Energy Saving).ACEA: E7, E5, E3. API: CI-4, CH-4, CG-4, CF-4, CF. Global DHD-1. Cummins: CES 20078, 77, 76, 72, 71. MACK: EO-M, EO-M+. MAN: M3275-1. MB 228.3. Renault Trucks: RLD-2. Volvo VDS 2, VDS 3. TBN tala 10.10W-409013,4150-39
Rimula R3 10W, R3+30 (Einþykktarolía) (Hét áður Rimula X)Hágæðaolía, einþykktarolíur byggðar á náttúrulegum grunni, framúrskarandi vörn fyrir vélar með olíuskiptatíðni í meðallagi.API CF*, Man 270, MB 228.0, MTU category 1 * Rimula R3 10W.10W & 30W43 & 937,0 & 11,0219 & 242-33 & -18
Rimula R 6 LME, 5W-30 (hét áður Rimula Ultra)Hágæða synþetísk smurolía (Low SAPS) sem veitir hámarks slit- og tæringarvörn fyrir allar nútíma dieselvélar. Sérstaklega ætluð fyrir EURO 4 og EURO 5 vélar. Veitir sérlega góða vörn gegn slífaslípun og útfellingum. Stenst ýtrustu kröfur um lága olíuskiptatíðni og eldsneytissparnað. Afburða heilsárs smurolía við erfiðustu akstursskilyrði (LME Low Emission, Maintenance Saving, Energy Saving).ACEA: E6, E7. Cummins: CES 20077. MAN: M3477. MB: 228.51.TBN tala 10,45W-1066,912,13164-42
Rimula R 3 Multi, 10W-30 (fjölþykktarolía) (Hét áður Rimula X)Hágæðaolía, byggð á náttúrulegum grunni, framúrskarandi vörn fyrir vélar með olíuskiptatíðni í meðallagi. Rimula R 3 Multi er góður kostur fyrir dieselvélar með eða án túrbínu, olían veitir góða slitvörn og varnar sótmyndun.API: CH-4, CG-4, CF-4, CF. Cummins: CES 20076, 75, 72, 71. MACK: EOM, EO-M+. TBN tala 10,8, Caterpillar: ECF-1-A10W-3075,111,5147-36
Rimula R 4 L, 15W-40 (Hét áður Rimula Super)Olía í hæsta gæðaflokki, byggð á náttúrlegri grunnolíu, fyrir allar aflmiklar evrópskar, japanskar og amerískar fjórgengis túrbó díselvélar með lága olíuskiptatíðni. Besta vörnin fyrir vélina, þegar jarðefnaolía er valin.ACEA: E9, E7. API: CJ-4, CI-4+, CI-4, CH-4, CG4, CF-4, CF. Caterpillar: ECF-2, ECF-3. Cummins: CES 20081, 77, 72, 71. DDC: 93K218. Deutz DQC III-05, MACK: EO-O Premium Plus. MAN: M3275. MB: 228.31, 228.3. MTU: Category 2. Renault Trucks: RLD-3. IVECO: T2E7 Volvo: VDS-4, VDS-3. Scania LDF-LA. JASO DH-2. TBN tala 10,6.15W-4011815,5139-33
Rimula R 6 M, 10W-40 (hét áður Rimula Ultra)Synþetísk gæðasmurolía fyrir allar nútíma dieselvélar sem vinna undir miklu álagi, smurolían veitir mjög góða vörn gegn sliti og sótmyndun í vélum. Stenst ítrustu kröfur Merzedes-Benz, MAN, DAF, Volvo og fl. um lága olíuskiptatíðni (M Maintenance Saving).ACEA: E7, E4. API: CF. Cummins: CES 20072. Deutz: DQC IV-05. MAN: M3277. MB: 228.5. MACK: EOM+. MTU: Category 3. Renault Trucks: RXD. Scania: LDF-2 LDF-3. Volvo: VDS 3. IVECO T3. TBN tala 15,9.10W-409013,6153-42
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3