Gíraolíur fyrir bíla

Allar gerðir fartækja hafa að minnsta kosti tvennskonar gíra til að yfirfæra aflið frá vélinni til drifhjólanna, sem venjulega kallast "gírkassi" og "mismunadrif." Í litlum og meðalstórum fólksbílum eru gírkassi og mismunadrif venjulega sambyggð og hafa sameiginlega olíu. Í mörgum stórum fólksbílum, ásamt þyngri atvinnubílum eins og rútum, vörubílum og vinnuvélum yfirfærist aflið um drifskaft til mismunadrifsins sem er staðsett á milli drifhjólanna. 

Á handskipta (beinskipta) gírkassa er venjulega notuð olía með miðlungsöflug EP (Extreme Pressure)/háþrýstibætiefni gegn sliti (API GL-4 olía). Í sífellt ríkari mæli er olían á handskipta gírkassa í fólksbílum sérhæfð olía sem jafnan ætti ekki að nota á aðrar gerðir gírkassa.

Í afturhjóladrifnum bílum og vinnuvélum er venjulega notuð á mismunadrifið olía með öflugri EP-/háþrýstibætiefni heldur en olíur fyrir handskipta gírkassa, svonefnd hypoidolía (API GL-5 olía). 

Sum afturdrif hafa innbyggða viðnámskúplingu í mismunadrifinu, svonefnda driflæsingu. Þessar gerðir drifa þurfa hypoidolíu með viðnámsstillandi bætiefnum, sem hindra olíuna í að "skrika" , Limited Slip- eða LS-olíur.

 

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3