Matvæla- og iðnaðarhráefni

Skeljungur býður framleiðslufyrirtækjum ýmis hráefni til sölu

Matvælaiðnaður

Aukefni eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol eða aðra eiginleika vörunnar. Það fjölbreytta úrval af matvælum sem í boði er í dag, væri ekki mögulegt ef ekki væru fyrir hendi aukefni. Hér á landi hafa lengi verið reglur um notkun aukefna og með hvaða hætti á að merkja umbúðir matvæla þannig að fram komi hvaða aukefni varan inniheldur. E-númer eru oft notuð til að auðkenna aukefni og er tilgangurinn bæði að einfalda innihaldslýsingar og að auðvelda fólki að varast tiltekin efni, svo sem vegna ofnæmisáhrifa (óþols). Mörg aukefni má finna í berjum, jurtum og ávöxtum, og má því segja að þau séu náttúruleg, en önnur eru framleidd með efnafræðilegum aðferðum. Þess utan eru m.a. bragðefni.

LYFJAIÐNAÐUR, HÁR - HÚÐ

Skeljungur býður upp á vörur til framleiðslu á sem dæmi:

 • Töflusláttur
 • Míxtúrugerð
 • Sótthreinsunarefni
 • Húðkrem og smyrsl
 • Hársjampó og -næring
 • Handsápur
 • Sturtusápur

  SÁPU- OG HREINLÆTISHRÁEFNI 

  Skeljungur býður upp á fjölbreytt úrval efna til sápuframleiðslu. Til iðnaðar (industrial), til heimilisnota (homecare), til einkanota (personal care), krem og húðvörur (skincare), hárvörur (haircare), fyrir stofnanir (institutional) og fyrir bíla og farartæki (car care). Skeljungur getur sérpantað fyrir viðskiptavini sína flest hráefni til sápugerðar.

  HRÁ- OG AUKAEFNI TIL FÓÐURGERÐAR

  Skeljungur býður uppá efni til framleiðslu á:
  • Dýrafóðri
  • Gæludýrafóðri
  • Fiskafóðri

  IÐNAÐARHRÁEFNI

  Skeljungur býður iðnaðarframleiðslufyrirtækjum ýmis hráefni til sölu af lager og/eða í umboðssölu.
  Leitast er við að bjóða viðskiptavinum heildarlausnir í hráefnainnkaupum. Meðal þeirra sem við þjónum eru fyrirtæki í plastiðnaði, málningariðnaði, sápuframleiðslu, matvælaiðnaði, lyfjaiðnaði, prentiðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði og fóðurframleiðslu.
   
   
  Skeljungur heldur lager í Reykjavík þar sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á lagerbirgðir og öryggisbirgðir til að lágmarka skaða ef vandræði skapast í hráefnisinnkaupum. Úrval efna á lager er fjölbreytt fyrir flestar iðngreinar og bjóðum við upp á fljóta og örugga afhendingu á höfuðborgarsvæðinu og hvert á land sem er.

  Pantanir fara í gegnum netfang:


  pantanir(hjá)skeljungur.is
  Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3