Framkvæmdastjórn

Árni Pétur Jónsson

Forstjóri

Árni Pétur var ráðinn forstjóri Skeljungs í ágúst 2019. Árni Pétur lauk Cand Oecon frá Háskóla Íslands árið 1991 og hefur yfirgripsmikla reynslu af viðskiptum.  Þá var Árni forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016.Árni hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem Lyfju, Securitas, Skeljungs, Pennans, Borgunar og Eldum rétt. Þá hefur hann einnig komið að stjórnun símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og sömuleiðis hjá Bónus í Færeyjum.

Gróa Björg Baldvinsdóttir

Yfirlögfræðingur

Gróa Björg Baldvinsdóttir er yfirlögfræðingur Skeljungs en undir hana heyrir lögfræðisvið og regluvarsla. Gróa hóf störf 2017 hjá Skeljungi, fyrst sem lögfræðingur og staðgengill regluvarðar en sama ár varð hún yfirlögfræðingur, regluvörður og ritari stjórnar félagsins. Áður starfaði Gróa sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu frá 2011-2017. Gróa er með BA og MA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Gróa er einnig með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi.

Karen Rúnarsdóttir

Framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs

Karen Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs. Karen var áður sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðssviðs Lyfju. Áður hefur hún starfað sem markaðsstjóri Krónunnar og Festi, hjá Íslandsbanka og sem framkvæmdastjóri Zara á Íslandi. Karen er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði.

Már Erlingsson

Aðstoðarforstjóri Skeljungs

Már Erlingsson er aðstoðarforstjóri Skeljungs. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Áður gegndi Már starfi framkvæmdastjóra innkaupasviðs. Már hefur starfað hjá Skeljungi frá árinu 2006. Áður en Már hóf störf hjá Skeljungi var hann sveitarstjóri á Tálknafirði. Már hefur M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn.

Ólafur Þór Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs

Ólafur Þór er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Skeljungs. Áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs og staðgengils forstjóra Basko ehf. eða frá 2012-2018. Þá var Ólafur framkvæmdastjóri Miðengis ehf., eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka, og þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs Teymis hf. sem var skráð félag í Kauphöll Íslands. Ólafur hefur einnig gengt ráðgjafastörfum og setið stjórn nokkurra félaga. Auk þess hefur hann sinnt kennslu í Háskólanum í Reykjavík við viðskiptadeild háskólans og starfað fyrir prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Ólafur er með Cand.oecon próf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi.

Þórður Guðjónsson

Framkæmdastjóri Sölusviðs

Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs. Þórður var áður forstöðumaður viðskiptastýringar og sölu hjá fyrirtækjaþjónustu Símans frá árinu 2014. Áður gegndi hann stöðu viðskiptastjóra lykilviðskiptavina Símans. Þórður var jafnframt knattspyrnu- og framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA um árabil. Þórður er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði, frá árinu 2010, auk þess sem hann hefur lokið námi í markþjálfun. Þá hefur Þórður verið virkur í félagsstörfum fyrir Akraneskaupstað.

Fjárfestaupplýsingar

Skeljungur samanstendur af tveimur rótgrónum rekstrarfélögum með yfir 90 ára rekstrarsögu. Skeljungur er með starfsemi á Íslandi og í Færeyjum og þjónustar yfir 60 þúsund viðskiptavini. Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.