Góð ráð fyrir bíleigendur

Hér eru nokkur góð ráð fyrir bíleigendur sem vilja lækka eldsneytiskostnað sinn.

Leitaðu að besta verðinu og hæstu afsláttunum

Orkan leitast ávallt við að bjóða lægsta eldsneytisverð á landinu. Á X-stöðvum Orkunnar bjóðum við eitt lágt verð á dælu óháð greiðslumáta og án afslátta. Með kortum og með lyklum Orkunnar og Skeljungs getur þú hinsvegar einnig fengið afslátt af eldsneyti á bensínstöðvum Orkunnar afslátturinn gildi ekki á X-stöðvum Orkunnar. Hér getur þú lesið nánar um kosti korta og lykla Orkunnar

Keyrðu varlega og á réttum hraða

Það er ekki bara betra fyrir þig heldur alla aðra í umferðinni að þú akir á löglegum hraða, sérstaklega innanbæjar. Að keyra hratt að milli ljósa í bænum er bæði óþarfa eyðsla á eldsneyti og óþarfa slit á bremsum auk þess sem það skapar mikla hættu fyrir aðra. Tímasparnaðurinn við að keyra hratt innanbæjar er námundaður að núlli.

Verum samferða

Það sparar eldsneyti að vera fleiri saman í bíl, auk þess sem það gæti bara verið skemmtilegra.


Minni loftmótstaða

Minni loftmótstaða dregur úr eldsneytiseyðslu. Ef þú ert með hlaðinn toppinn á bílnum eða aðra aukahluti getur eykur þú loftmótstöðuna. (það fer þó eftir lögun hlutarins). Ef pláss er inni í bílnum gæti verið betra að setja farangurinn þangað í stað þess að setja hann utan á eða ofan á bílinn. Jafnvel opinn gluggi getur aukið loftmótstöðuna. 


Léttari bíll

Reyndu að forðast að ferðast með þunga óþarfa hluti í bílnum sem er mjög ólíklegt að þú notir á ferðalaginu eða á áfangastað.


 

Lausagangur

 
Bíll í lausagangi eyðir líka eldsneyti. Auk þess sem hann mengar óþarflega þar sem honum er lagt, t.d. á bílastæðum þar sem gangandi vegfarendur eru. 

 

Viðhald á bílnum

Fylgdu reglum framleiðenda um viðhald bílsins. Óhreinar loftsíur og of lítill loftþrýstingur í dekkjum getur aukið eldsneytiseyðslu verulega.


 

Reiknivél eldsneytiseyðslu

Til að fá sem nákvæmustu útkomu er best að byrja á að fylla tankinn og endurstilla akstursmælinn í bílnum. 
 
Þegar það þarf að taka aftur eldsneyti fyllir þú bílinn aftur og skráir niður kílómetrafjöldann á mælinum hér fyrir neðan sem og lítrafjöldann sem tekinn var í seinna skiptið og færð þannig eyðslu bílsins á hverja keyrða 100 kílómetra.


Eldsneytiseyðsla:
 
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3