Skilmálar

Skilmálar þessir gilda fyrir viðskiptakort, -lykla og snjallsímaforrit frá Skeljungi og Orkunni, sem tengd eru debet- eða kreditkorti. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við umsókn á vefsíðu Skeljungs eða Orkunnar teljast þeir samþykktir við fyrstu notkun á staðgreiðslukorti, staðgreiðslulykli, Orkukorti, Orkulykli eða Orku-appi.

Umsókn og útgáfa

Skeljungur hf., eigandi Orkunnar, Borgartúni 26, 105 Reykjavík, gefur út Staðgreiðslukort, Staðgreiðslulykla, Orkukort, Orkulykla og snjallsímaforritið Orku-appið. Hægt er að sækja um Staðgreiðslukort og Staðgreiðslulykil á vefsíðu Skeljungs, www.skeljungur.is, eða í síma 444 3000. Hægt er að sækja um Orkukort og Orkulykil á vefsíðu Orkunnar, www.orkan.is, eða í síma 578-8800. Orku-appið er smáforrit sem má sækja í gegnum snjallsíma. Til einföldunar verður hér eftir talað um Orkulykil þegar átt er við Staðgreiðslukort, Staðgreiðslulykil, Orkukort, Orkulykil og Orku-app, nema annað sé tekið fram.


Almennt um Orkulykilinn

  • Orkulykillinn er eign Skeljungs hf. en meðferð og notkun hans er á ábyrgð handahafa orkulykilsins.
  • Orkulykillinn er tengdur debet- eða kreditkorti. Úttektir sem gerðar eru með Orkulykli eru því innheimtar með færslu umkortareikning viðkomandi Orkulykils.
  • Orkulykill er ætlaður til úttekta í sjálfsölum og bensínstöðvum Orkunnar og Shell og verslunum Stöðvarinnar. Sem stendur er ekki hægt að greiða með Orku-appi á Stöðinni en stefnt er að því að það verði mögulegt.
  • Skráður handhafi Orkulykilsins skuldbindur sig til að greiða að fullu allar þær úttektir sem framkvæmdar eru með lyklinum, hvort sem þær eru í þágu handhafans eða þriðja aðila, með eða án vitneskju skráðs handhafa.
  • Handhafi Orkulykils ber ábyrgð á því að rétt bensínafgreiðslustöð og rétt bensínafgreiðsludæla séu valdar, þegar við á, svo sem við notkun Orku-apps.
  • Vilji handhafi Orkulykils hætta við dælingu skal byssa valinnar bensínafgreiðsludælu tekin úr slíðrinu og sett kyrfilega aftur í slíðrið. Sé hins vegar ekkert aðhafst lokast dælan sjálfkrafa eftir 1,5-3 mínútur. Handhafi Orkulykils ber áhættuna af því að þriðji aðili hefji ekki dælingu á meðan.
  • Á sérstökum afsláttardögum leggjast tilgreindir afslættir ekki ofan á þá afslætti sem lyklahafar eru með fyrir, nema það sé sérstaklega tekið fram. Viðskiptavinur fær ávallt þann afslátt sem hagstæðastur er hverju sinni.
  • Orkulykillinn er sendur heim að dyrum, viðskiptavini að kostnaðarlausu. Mikilvægt er að rétt heimilisfang sé skráð við umsókn um Orkulykilinn. Orku-appinu er hlaðið niður í snjall-síma af internetinu.

Breytingar á persónuupplýsingum

Handhafi Orkulykilsins skal tilkynna breytingar á aðsetri, símanúmeri og tölvupóstfangi til Orkunnar á orkan@orkan.is eða til Skeljungs á skeljungur@skeljungur.is, eftir því sem við á, eins fljótt og hægt er til að tryggja að viðeigandi upplýsingar berist honum eftir eðlilegum leiðum.

Notkun upplýsinga

Þegar sótt er um Orkulykil skal gefa upp GSM-númer og netfang handhafa Orkulykilsins. Skeljungur / Orkan áskilur sér rétt til að nota upplýsingarnar til að senda skráðum handhafa Orkulykilsins upplýsingar um tilboð, kannanir eða annað kynningarefni sem þeim býðst á Orkunni, Stöðinni eða hjá skráðum samstarfsaðilum og handhafinn er líklegur til að hagnast á. Upplýsingarnar verða ekki sendar þriðja aðila. Handhafi Orkulykilsins getur hvenær sem er beðið um að fá ekki sent fyrrgreint efni í tölvupósti eða með SMS.


Týndur Orkulykill

Glatist Orkulykill skal tilkynna það án tafar með tölvupósti á orkan@orkan.is eða í síma 578-8800 á skrifstofutíma eða á
skeljungur@skeljungur.is eða í síma 444 3000 á skrifstofutíma, eftir því sem við á. Utan skrifstofutíma skal tilkynna það í símanúmerið 444 3024.
Athugaðu að handhafi Staðgreiðslukorts, Staðgreiðslulykils, Orkulykils, Orkukorts, Orkufrelsis og Orku-apps ber fullaábyrgð á öllum eldsneytisúttektum allt þar til tilkynning hefur borist Orkunni um að viðkomandi lykill eða kort eða sími með Orku-appi hafi glatast.

Skilmálabreyting

Skeljungur / Orkan áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara viðskiptaskilmála, enda verði handhafa Orkulykils tilkynnt um það. Útsending nýrra viðskiptaskilmála í almennum pósti og/eða birting á vefsíðu Skeljungs / Orkunnar telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að handhafi Orkulykils hafi samþykkt breytinguna ef hann notar kortið eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

Ágreiningur

Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim er heimilt að reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Gildistími skilmála

Skilmálar þessir gilda frá 21. febrúar 2013.
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3