Um Staðgreiðslukort/lykil

Staðgreiðslukort

Staðgreiðslukortið er í greiðslukortastærð á meðan lykillinn getur farið beint á lyklakippuna þína. Að öðru leyti er enginn munur á þessu tvennu. Þú einfaldlega velur hvor útfærlsan hentar þér betur.

Kortin og lyklarnir eru með innbyggðum örgjörva sem hægt er að beina að eldsneytisdælu og þannig opna fyrir úttekt. Staðgreiðslukortið og - lykillinn veitir 4 kr. afslátt frá dæluverði hjá Skeljungi og 3 kr. afslátt frá dæluverði hjá Orkunni. Dæluverð er það verð sem sést á dælum. Þá er hægt að velja 1 stöð og fá 2 kr. viðbótarafslátt þar.  Ekki er veittur afsláttur á Orkan X

Með Staðgreiðslukorti og -lykli Skeljungs verða eldsneytiskaupin því enn einfaldari og hraðvirkari. Kortinu eða lyklinum er einfaldlega borið upp að nema sem les allar upplýsingar og viðkomandi dæla opnast um leið. Ekki er þörf á PIN númeri og þú getur fylgst með úttektum á þjónustuvefnum. Upphæðin sem keypt er fyrir, fer beint út af debet- eða kreditkortinu þínu. Hægt er að sækja um fleiri en eitt Staðgreiðslukort eða -lykil á sama debet- eða kreditkort, t.d. ef margir fjölskyldumeðlimir nota þennan greiðslumáta.


Umsóknir eru hér og eru kort og lyklar send notanda ótengd í pósti.
Hér er hægt að tengja Staðgreiðslukort eða Staðgreiðslulykla sem borist hafa í pósti.

 

Hvar er hægt að nota Staðgreiðslukortið og -lykilinn?

Staðgreiðslukortið og -lykilinn er hægt að nota á bensínstöðvum Skeljungs og Orkunnar um land allt bæði úti á dælu og inni í verslun. um land allt. Auk eldsneytis má greiða fyrir allar almennar vörur í verslunum 10-11 með staðgreiðslukortinu og - lyklinum og einnig er hægt að nota það á sjálfsafgreiðslustöðvum Orkunnar um allt land. Nánari upplýsingar um afgreiðslustaði Orkunnar eru á www.orkan.is.

Þjónustuvefur

Þegar þú tengir kortið eða lykilinn á heimasíðu Skeljungs getur þú sótt um aðgang að þjónustuvef Skeljungs. Til þess að komast aftur inn á þjónustuvefinn ferð þú inn hér og skráir þig inn.

PIN-númer

PIN númerið er val viðskiptavinar. Það á bæði við um hvort PIN númer sé í notkun og hvaða númer það er.

Hámarks- og lágmarksúttekt

Hægt er að velja um mismunandi hámarksúttekt á sólarhring á Staðgreiðslukortinu og -lyklinum og getur sú upphæð orðið að hámarki 100.000 kr. á sólarhring. Eingöngu er skuldfært fyrir þá upphæð sem dælt er á bifreiðina hverju sinni.

Staðgreiðslukort eða -lykill tapast

Tapist kort eða lykill skal tilkynna það tafarlaust til Skeljungs, virka daga í síma 444 3100 og utan afgreiðslutíma í síma 444 3024.

Samstarfsfyrirtæki

Ýmis samstarfsfyrirtæki Skeljungs bjóða Staðgreiðslukorthöfum upp á sérstök afsláttarkjör gegn framvísun kortsins. Korthafa fá einnig 15% afslátt af smurþjónustu á smurstöðvum Skeljungs í Skógarhlíð og á Laugavegi. Þessir afslættir gilda líka fyrir þá sem velja lykil í stað korts. Sjá lista hér.

 

Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3