Störf í boði

AUGLÝST STÖRF

Starfsmannastefna 

Markmið Skeljungs er að hafa innanborðs áhugasamt, hæft starfsfólk sem sýnir frumkvæði og metnað í starfi og tekur virkan þátt í að gera félagið sífellt betra. Skeljungur leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og við viljum hafa á að skipa ánægðu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu á vörum félagsins og hefur ánægju af því að veita viðskiptavinum Skeljungs afburðaþjónustu.

Mannauður er mikilvægasta auðlind félagsins og við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Jafnrétti, þar sem hæfni ræður vali er órofa hluti af menningu félagsins.
 

Móttaka nýliða

Með skipulegri nýliðamóttöku er nýjum starfsmönnum gert kleift að ná fljótt og vel tökum á störfum sínum. Lögð er áhersla á að kynna fyrirtækið og starfsemi þess fyrir starfsmönnum og gera þeim grein fyrir réttindum sínum og skyldum og ábyrgð.
 
Leaf file-2 file-1 calendar-white ismartphone-3-white calendar-5 ismartphone-3