Sagan

Saga Skeljungs hf.

Hlutafélagið Skeljungur er stofnað 9. desember 1955 en aðdragandann að stofnun þess má rekja allt aftur á þriðja áratug aldarinnar er HF Shell á Íslandi, forveri Skeljungs, var stofnað. Upphaflegir stofnendur HF Shell á Íslandi voru fimm íslenskir athafnamenn í samvinnu við hina erlendu Shell samsteypu.

Á þeim 80 árum sem liðin eru frá því starfsemi HF Shell á Íslandi hófst hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf um allt land sem of langt mál yrði að rekja hér svo tæmandi sé. Hér á eftir verður stiklað á nokkrum punktum sem tengjast sögu félagsins.

Tímabilið 1925-1934

Gjörbreyting varð á verslun með olíuvörur þegar einkaleyfi Landsverslunar var numið úr gildi árið 1925. Skömmu síðar var forveri Shell á Íslandi, Olíusalan formlega stofnuð.
Nánar »

Tímabilið 1935-1944

Verðlagseftirliti var komið á olíuvörur sem átti eftir að einkenna olíuverslun um áratugaskeið og Shell á Íslandi kynnti nýjungar í eftirlaunamálum.
Nánar »

Tímabilið 1945-1954

Þetta tímabil einkennist af miklum framförum hjá Shell á Íslandi og hraðri uppbyggingu.
Nánar »

Tímabilið 1954-1965

Olíufélagið Skeljungur hf. verður til á þessu tímabili og Hlutafélaginu Shell á Íslandi er slitið.
Nánar »

Tímabilið 1965-1974

Uppbygging í Örfirisey hefst og tölvuvæðingin hefur innreið sína.
Nánar »

Tímabilið 1985-1994

Sala á háoktana bensíni hefst en olíuviðskipti við Sovétríkin líða undir lok.
Nánar »

Tímabilið 1995-1997

Bensínfélagið Orkan ehf. var stofnað árið 1995 og blýbensín hverfur af markaðnum 1995. Skeljungur tekur þátt í stofnun Fríkortsins og stuðlar að blómlegu íþróttastarfi í Eyjum.
Nánar »

Árin 1998 og 1999

Á þessum árum var samrekstri stöðva með Olís hætt og jafnframt var lögð áhersla á endurskipulagningu fyrirtækisins. Nýtt skipurit tók gildi 1. desember 1998.
Nánar »

Árin 2000 og 2001

Skeljungur var frumkvöðull á þessum árum við þjónustu úthafsflota landsmanna. Ný löndunaraðstaða var tekin í notkun árið 2000. Shell V-Power var kynnt á Íslandi árið 2001.
Nánar »

Árið 2002

Áframhaldandi þróun fyrirtækisins heldur áfram og sífellt meiri áhersla er lögð á þátttöku í málum er snerta velferð landsmanna.
Nánar »

Árið 2003

Afmælisárið 2003 var ár mikilla umbrota og breytinga hjá Skeljungi hf.
Nánar »

Árið 2004

Flutningur höfuðstöðva félagsins sem og breytingar á eignarhaldi settu hvað stærstan svip á árið.
Nánar »

Árið 2005

Enn voru breytingar á eignarhaldi þegar Hagar keyptu Skeljung þann 1. mars af þeim Pálma Haraldssyni og Jóhannesi Kristinssyni.
Nánar »

Árið 2006

Þriðja árið í röð varð breyting á eignarhaldi Skeljungs. Þann 1. mars var Skeljungur kominn í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.
Nánar »

Árið 2007

Kaup á Shell í Færeyjum, nýtt Shell V-Power og gott samastarf við aðila bæði í þágu góðgerðarmála og annars einkenndu árið 2007.
Nánar »

Árið 2008

Skeljungur hélt upp á 80 ára afmælið 14. janúar. Ýmis tilboð voru í gangi á stöðvum félagsins þessa afmælisviku en einnig var nýr vefur opnaður og nýtt logo kynnt.
Nánar »

Árið 2009

Nýr forstjóri tók við í maímánuði. Einar Örn Ólafsson tók við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni sem hafði verið forstjóri undanfarin 6 ár.
Nánar »

Árið 2010

Í upphafi árs hélt Starfsmannafélag Skeljungs upp á 40 ára afmæli félagsins. Starfsmannafélag Olíufélagsins Skeljungs var stofnað 10. janúar 1970.
Nánar »

Árið 2011

Í upphafi árs fóru fram breytingar á verslunum Skeljungs. Tekið var upp nýtt útlit verslana og nýtt nafn.
Nánar »Leit

Leitarvél

Þú ert hér: Um Skeljung » Sagan
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi