Um Skeljung

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka. Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Þá rekur Skeljungur veitinga- og vörusölu við valdar afgreiðslustöðvar. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Skeljungur, Orkan, Shell á Íslandi, Sprettur – áburður og Stöðin. 

Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins er um 150. Skeljungur ber hag starfsmanna sinna fyrir brjósti og vill vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Til að mynda heldur Skeljungur í heiðri jafnrétti á milli kynjanna, þar sem hæfni ræður vali. Gildi fyrirtækisins eru áreiðanleiki, metnaður og bros.

Skeljungur er eina olíufélagið á Íslandi sem var framúrskarandi fyrirtæki árið 2013 að mati Creditinfo. 


Skrifstofa Skeljungs er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00