Um Skeljung

Skeljungur er framsækið og sveigjanlegt þjónustu- og verslunarfyrirtæki með starfsemi á um 100 stöðum á landinu. Samningar félagsins við alþjóðlegu Shell samsteypuna veitir Skeljungi rétt á notkun Shell vörumerkisins á Íslandi og greiðan aðgang að nýjungum í tækni- og vöruþróun eins stærsta olíufélags heims.

Rekstur olíubirgðastöðva Skeljungs er háður starfsleyfi og eftirliti Umhverfisstofnunar og rekstur þjónustu- og bensínstöðva er háður starfsleyfi og eftirliti heilbrigðiseftirlits viðkomandi sveitarfélags.

Skeljungur starfar í sátt við umhverfið og viðkvæma náttúru landsins og heldur í heiðri jafnrétti milli kynja þar sem hæfni ræður vali. Fjöldi starfsmanna er um 300.

Skrifstofur félagsins eru í Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Símanúmer á skiptiborði er: 444 3000, fax 444 3001. Kennitala félagsins er: 590269-1749. Virðisaukaskattsnúmer er: 9633. Símanúmer og netföng einstakra deilda og starfsmanna er að finna hér á heimasíðunni undir starfsfólk.

Bakvaktin tekur síma alla virka daga milli kl. 16:30-22:00 og frá kl. 08-00:-17:00 um helgar.Leit

Leitarvél

Þú ert hér: Um Skeljung
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi