Um Skeljung

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka. 
 
Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Skeljungur, Orkan, Shell á Íslandi og Sprettur – áburður. 

Áreiðanleiki - Metnaður - Bros

Áreiðanleiki

 • Viðskiptavinir upplifa stöðugleika í þjónustu okkar og geta treyst því að við efnum gefin loforð
 • Við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum í starfsemi okkar.
 • Við leggjum áherslu á öryggi viðskiptavina og starfsfólks. 

Metnaður

 • Við sýnum frumkvæði í starfi og leggjum okkur fram við að tryggja forystu Skeljungs á okkar sviðum
 • Öll okkar verk stór og smá bera vott um metnað og hagkvæmni
 • Viðskiptavinir upplifa hraða í þjónustu  

Bros

 • Jákvæðni og gott viðmót einkenna störf okkar og skilar okkur ánægðum viðskiptavinum og samstarfsfólki
 • Við reynum ávallt að fara fram úr væntingum viðskiptavina og skapa góða stemmningu og vellíðan


Öryggisstefna

Skeljungur leggur auk þess áherslu á að:

 • Hafa hæfa og ánægða starfsmenn með viðeigandi menntun, reynslu og þekkingu
 • Viðfangsefni starfsmanna samræmist færni þeirra og frumkvæði
 • Bjóða hvetjandi starfsumhverfi með góðum starfsanda og öflugri liðsheild
 • Góður árangur í starfi njóti viðurkenningar
Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman hátt í sátt við umhverfi sitt. Meginverkefni Skeljungs er sala og dreifing á eldsneyti en félagið nýtir jafnframt dreifileiðir sínar og auðlindir til að hámarka arðsemi án þess að missa sjónar af hlutverki sínu.
  

  Skeljungur er framúrskarandi fyrirtæki árið 2014 að mati Creditinfo annað árið í röð.

Skrifstofa Skeljungs er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00