Um Skeljung

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka. 
 
Fyrirtækið selur einnig áburð og ýmsar aðrar efnavörur. Vörur og þjónusta fyrirtækisins eru seld undir vörumerkjunum Skeljungur, Orkan, Shell , Orkan X, Helix og Sprettur - áburður.


 

 

 

Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.
Meginverkefni Skeljungs er að hámarka virði og þægindi til viðskiptavina með ánægðu starfsfólki þar sem öryggi og framþróun eru höfð að leiðarljósi.
 
 

ÁREIÐANLEIKI

Stöðugleiki er í þjónustu okkar og við ávinnum okkur traust með heiðarleika og gæðum. Höfuðáhersla er lögð á öryggi fólks og umhverfis.

SKILVIRKNI

Skilvirkni og hagsýni einkennir alla okkar starfsemi. Við vinnum að umbótum til virðisaukningar fyrir alla hagaðila

ATORKA

 Atorka og framtakssemi drífur okkur áfram, við erum óhrædd að prófa nýja hluti. Við leggjum okkur fram um að tryggja forystu Skeljungs.

ÖRYGGISSTEFNA

Það er stefna Skeljungs að:

 • allir snúi heilir heim
 • vernda og hlúa að umhverfinu
 • nýta efni  og orku á hagkvæman hátt
 • skýra frá árangri okkar í öryggis- og umhverfismálum
 • efla vitund starfsmanna um öryggis- og umhverfismál

aðferðafræðin felst í að:

 • stjórna öryggis- og umhverfnismálum á kerfisbundinn hátt
 • setja skýr markmið og bæta stöðugt árangurinn
 • gera sömu kröfur til allra sem starfa á vegum Skeljungs
 • árangur í öryggis- og umhverfismálum

  SKELJUNGUR LEGGUR AUK ÞESS ÁHERSLU Á AÐ:

  • Hafa hæfa og ánægða starfsmenn með viðeigandi menntun, reynslu og þekkingu
  • Viðfangsefni starfsmanna samræmist færni þeirra og frumkvæði
  • Bjóða hvetjandi starfsumhverfi með góðum starfsanda og öflugri liðsheild
  • Góður árangur í starfi njóti viðurkenningar


  Skeljungur er framúrskarandi fyrirtæki árið 2015 að mati Creditinfo þriðja árið í röð.

   
  Skrifstofa Skeljungs er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 16:00