Smurolíur fyrir sportbáta

Háþróaðar olíur

Tvígengis utanborðsmótorar eru smurðir með því að blanda olíunni í bensínið, ýmist beint í bensíntankinum eða úr sérstökum olíugeymi þaðan sem henni er úðað inn í soggreinina. Olían berst með bensíngufunni inn í sveifarhúsið þar sem hún þéttist og smyr strokka og legur. Fjórgengisvélar eru smurðar eins og bílvélar, þ.e.a.s. olían er í pönnu undir sveifarhúsinu og er dælt þaðan á hina einstöku smurstaði.

Olíur fyrir tvígengis utanborðsmótora

Mikilvægustu eiginleikar tvígengisolíu eru að vinna gegn koks- og lakkmyndun á stimplum og í brunahólfinu, ásamt því að mynda öfluga og slitverjandi olíufilmu. Utanborðsmótorinn gengur oft kaldari en vélar á landi vegna öflugrar sjó-/vatnskælingar og lítils álags vegna þess hve mikið er "slóað". Afleiðingin er að bensín og olía brenna ekki alltaf til fulls og mynda sót og koks útfellingar í mótornum. Útfellingar í brunahólfi og á kertum geta leitt til gangtruflana og kertabilana. Vegna þessa þarf að nota sérþróaðar olíur í tvígengis utanborðsmótorum. Mótorhjólaolíur fyrir hærra hitastig má ekki nota þar sem það getur leitt til útfellinga á stimplum og í brunahólfinu.

Olíur fyrir fjórgengismótora

Fjórgengis bensín- og díselvélar í bátum gera í höfuðatriðum sömu kröfur um olíuna eins og í bílum.

SHELL NAUTILUS fyrir sportbáta

Shell Nautilus er fjölskyldunafnið á mótorolíum og smurefnum fyrir sportbáta, þróuðum af fremsta smurefnaframleiðanda heims, sem er leiðandi í rannsóknum, þróun og tækni. Að baki liggja umfangsmiklar prófanir við allar kringumstæður.

Hér má finna nánari lýsingu á tegundum smurolíu fyrir sportbátaLeit

Leitarvél

Þú ert hér: Fyrirtæki » Smurolíur og þjónusta » Smurolíur fyrir farartæki » Smurolíur fyrir sportbáta
Byggir á LiSA - Eskill, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi