Shell V-Power

Shell V-Power

Shell V-Power er 95 oktana eldsneyti og hentar öllum bensínbílum

Hvað er svona sérstakt við Shell V-Power?

 • Shell V-Power er 95 oktana og hentar öllum bensínbílum sem nota blýlaust bensín
 • Shell V-Power fyrir venjulega bíla notast við sömu tækni og Formula One keppnislið Ferrari notar til að minnka núning í vélinni
 • Þessi tækni er þróuð til að stuðla að þýðum gangi vélarhluta og til að skila bættu viðbragði
 • Shell V-Power er þróað til að koma í veg fyrir uppsöfnun kolefnisagna í ventlum og innspýtingarkerfum
 • Shell V-Power er þróað til að halda vélinni lengur í toppstandi og bæta afköst frá fyrstu áfyllingu
 • Með viðvarandi notkun getur Shell V-Power viðhaldið afköstum nýrra bíla og í sumum tilvikum endurheimt bestu afköst eldri bíla
 • Shell V-Power eldsneyti fæst eingöngu á bensínstöðvum Shell
 • Sigursælt samstarf

  Spennan sem Ferrari vekur, og ánægjan vegna hámarksafkasta, er það sem haft var í huga við þróun Shell V-Power. Shell V-Power á rætur að rekja til goðsagnakenndra sigra í kappakstursheiminum. Þegar bíllinn er fylltur með Shell V-Power er tankurinn ekki bara fylltur af eldsneyti. Hver dropi er þróaður til að veita aflmikið upptak og varanleg afköst.

  Shell hefur unnið með Ferrari í rúm 60 ár og skapað eitt sigursælasta samstarf á sínu sviði. Þetta samband er traust enn þann dag í dag. Þróun á eldsneyti Shell er afurð daglegs samstarfs sérfræðinga Shell og verkfræðinga og tæknimanna Ferrari-liðsins. Samstarfið gefur sérfræðingum Shell einstakan skilning á vélarafköstum við hið mikla álag í Formúlu 1 kappakstri.

  Sú reynsla sem fæst frá Formúlu 1 veitir aukinn skilning sem gerir Shell kleift að flytja tæknina yfir í almenn farartæki.

  Ef Shell V-Power getur knúið Ferrari-bíla, ímyndaðu þér þá hvað það getur gert fyrir þig.